Nýtt - Herragarðs grísalærissneiðar

Kjarnafæði hefur sett á markað nýja tegund af grillkjöti, Herragarðs grísalærissneiðar. Undir Herragarðsmerkið fer eingöngu sérlega meyrt og gott kjöt sem er sett í ljúffengan kryddlög frá kjötmeisturum Kjarnafæðis.
Lesa meira

Jóhannes matreiðslumaður ársins í annað sinn

Í dag voru tilkynnt úrslit í keppninni Matreiðslumaður ársins 2009 sem haldin var í um helgina á Sýningunni Ferðalög og frístundir, sem nú stendur í Laugardalshöll.  Það var Jóhannes Steinn Jóhannesson hjá veitingastaðnum VOX sem hreppti fyrsta sætið, annað árið í röð. Í öðru sæti var Þórarinn Eggertsson hjá Orange og í þriðja sæti var Rúnar Þór Larsen hjá veitingastaðnum Bryggargatan í Svíþjóð.  
Lesa meira

Matreiðslumaður ársins 2009

Það er sannkölluð sælkerahelgi 8. - 10. maí næstkomandi helgi, þar sem fjölmargar keppnir verða í boði, t.a.m Vínþjónn Ársins 2009, Matreiðslumaður ársins 2009, Matreiðslumaður Norðurlanda 2009 og Íslenskt eldhús 2009. Keppnin Matreiðslumaður ársins fer fram föstudaginn 8. maí í Íþrótta- og sýningarhöll í Laugardal. Sú keppni hefur verið haldin árlega allt frá árinu 1994. Þar hafa fjölmargir færir matreiðslumenn komið fram á sjónarsviðið og síðan gert garðinn frægan í öðrum keppnum. Sigur í keppninni Matreiðslumaður ársins veitir keppnisrétt í keppnunum Matreiðslumeistari Norðurlanda, Global Chef Challenge, One World competition o.fl. Oft hafa keppendur þurft að kafa djúpt í reynslubankann, þar sem skylduhráefni hefur verið t.d. nýru, lifur, ferskir hrútspungar, kúfskel, hörpuskel og lambaframpartur, svo nokkur dæmi séu nefnd.
Lesa meira

Nýtt - Krakkabúðingur

Kjarnafæði hefur sett á markað frábæra nýjung, Krakkabúðing. Krakkabúðingurinn er úrvals kjötbúðingur sem er ekki einungis sérlega bragðgóður, heldur er hann á margan hátt byltingarkenndur og hentar vel fyrir þá sem hugsa um heilsuna.
Lesa meira

Þrjár matreiðslukeppnir á þremur dögum

Klúbbur matreiðslumeistara stendur fyrir þremur matreiðslukeppnum á þremur dögum á sýningunni Ferðalög og frístundir sem haldin verður í Íþrótta- og sýningarhöllinni í Laugardal 8.-10. maí nk. Sú fyrsta, sem fram fer föstudaginn 8. maí, ber yfirskriftina Matreiðslumaður ársins, önnur keppnin, Matreiðslumeistari Norðurlanda, fer fram laugardaginn 9. maí og landshlutakeppnin Íslenskt eldhús 2009 verður haldin sunnudaginn 10. maí.
Lesa meira

Öskudagur 2009

Fleiri hundruð krakka heimsóttu starfsstöðvar Kjarnafæðis á Akureyri og Svalbarðseyri í dag. Öskudagsbúningarnir voru alveg frábærir í ár og einnig voru söngvarnir skemmtilegir. Við þökkum öllum sem lögðu leið sína til okkar. Sjá myndir, smelltu hér. (fleiri á leiðinni)
Lesa meira

Sprengidagur kemur

Landsmenn hafa verið duglegir við þorramatinn síðustu vikur en nú er þorranum að ljúka og handan við hornið er sprengidagur. Það er því nóg að gera í saltkjötsframleiðslu hjá fyrirtæki eins og Kjarnafæði þessa dagana. Auðjón markaðsstjóri Kjarnafæðis segir í viðtali við Vikudag að sala á saltkjöti byrji mjög vel og hann er bjartsýnn á að salan verði ekki minni en á undanförnum árum. "Fólk vill frekar íslenskt og sækir í heimilismat. Saltkjötið er heppilegt í kreppunni, ódýr en góður matur, auk þess sem fólk er að borða með kjötinu, baunir, grænmeti og fleira. Bolludagurinn er einnig framundan og þá er einnig mikil sala í kjötfarsi og steiktum kjötbollum."
Lesa meira

Saltkjöt og baunir, túkall

Saltkjöt og baunir eru ómissandi á sprengidaginn en þessi ljúffengi og næringarríki réttur er auðvitað góður allt árið.
Lesa meira

Nýr sölumaður á Akureyri

Nýr sölumaður, Ólafur Már Þórisson, hefur tekið til starfa á Akureyri. Óli mun sinna öllum verslunum á Akureyri. Síminn hjá Óla er 460-7424/840-7427 og netfangið er olafurm@kjarnafaedi.is.
Lesa meira

Mikil kjötsala fyrir hátíðarnar

Íslendingar átu íslenskt um hátíðarnar samkvæmt upplýsingum frá Félagi afurðastöðva en þar eru menn afar sáttir við kjötsöluna fyrir hátíðarnar. Nokkur aukning virðist vera í kjötsölu á milli ára. Sölutölur fyrir síðasta ár liggja ekki fyrir en að sögn Sigurðar Jóhannessonar, framkvæmdastjóra SAH afurða á Blönduósi og formanns Félags afurðastöðva, virðist vera nokkur aukning í kjötsölu á milli ára.
Lesa meira