Kjarnafæði framleiðir flestar þær afurðir úr íslensku gæðakjöti sem í boði eru á íslenskum neytendamarkaði. Höfuðáherslur Kjarnafæðis eru á vöruvöndun og gæði í framleiðslu og því er markvisst unnið að aukinni hollustu, fækkun aukefna og ofnæmisvalda. Kjötiðnaðarmeistarar fyrirtækisins hafa fyrir vikið hlotið fjölda verðlauna og viðurkenninga fyrir færni sína. Vöruþróun er stór partur af hlutverki starfsmanna fyrirtækisins og leitast Kjarnafæði alltaf við að fylgja og hlusta á markaðinn og viðskiptavini sína.
Fyrir frekari upplýsingar eða pantanir hafði þá samband við söludeild í síma 460 7400
Það eru fáar ef einhverjar þjóðir sem geta boðið landsmönnum sínum uppá eins gott og heilnæmt lambakjöt og Ísland. Lambið eyðir sumrinu í náttúru Íslands sem er bæði krefjandi en jafnframt gjöful af ýmsum jurtum og fersku grasi. Einnig eru margar hreinar og tærar vatnslindir á heiðum og úthögum Íslands og það gerir kjötið eitt af því besta í heimi. Kjötiðnaðarmeistarar Kjarnafæðis gera lambakjötinu hátt undir höfði og framleiða úr því hágæða vöru sem fyrirtækið er stolt af. Hægt er að fá ýmsar gerðir af kryddlegi á lambakjötið en dæmi af þeim má sjá hér fyrir neðan. Fyrir nánari upplýsingar eða pantanir endilega hafðu þá samband við sölufólk okkar í síma 460-7400. Athugaðu að listinn hér fyrir neðan er langt frá því að vera tæmandi.
Hjá Kjarnafæði er hægt að fá bæði íslenskt og erlent nautakjöt. Kjötiðnaðarmeistarar fyrirtækisins eru boðnir og búnir að útbúa nautasteikina nákvæmlega eins og þú vilt hafa hana. Ekki eru gerðar síðri kröfur við innflutt nautakjöt frekar en gert er við það íslenska. Kjarnafæði bíður svo uppá úrval ólíkra stærða í hamborgurum. Listinn hér fyrir neðan er langt frá því að vera tæmandi.
Fyrir nánari upplýsingar eða pantanir endilega hafðu þá samband við sölufólk okkar í síma 460-7400.
Kjarnafæði býður uppá flestar þær afurðir úr grísakjöti sem þekkjast á íslenskum neytendamarkaði. Eins og í öðrum vörum er leitast við að fækka óþolsvöldum og aukefnum. Hægt er að fá grísakjötið bæði ferskt og kryddað í flestum tilvikum og hafa kjötiðnaðarmeistarar Kjarnafæðis fundið mjög svo bragðgóða kryddlegi sem henta einstaklega vel með grísakjöti. Fyrir nánari upplýsingar um grísakjötið og pantanir á því, endilega hafðu þá samband við sölufólk okkar í síma 460-7400. Athugaðu að vörulistinn hér fyrir neðan er langt frá því að vera tæmandi.
Kjarnafæði framleiðir fjölda áleggstegunda úr gæða hráefni og með vöruvöndun og fækkun aukaefna og ofnæmisvalda að leiðarljósi. Áleggið frá Kjarnafæði er sannkallað gæða álegg og því bera margar tegundanna græna skráargatið. Svo má ekki gleyma gullinu sem pepperóníið og spægipylsan státa af.
Grillpylsurnar frá Kjarnafæði eru margrómaðar sem einar af bestu grillpylsum landsins. Þær eru kjötríkar og afar bragðgóðar. Viljir þú fara með bragðlaukana þína í ferðalag er ráð að tryggja sér safaríku grillpylsurnar frá Kjarnafæði. Kjötiðnarmeistarar fyrirtækisins eru alltaf að þróa og prófa nýjar tegundir sem skilar sér í bestu útkomunni. Þá bíður Kjarnafæði að sjálfögðu uppá hefðbundnar pylsur og er lögð rík áhersla á að minnka fitu og salt en auk þess er unnið að því að fækka ofnæmisvöldum og aukefnum í pylsunum. Til dæmis eru engar mjólkurvörur notaðar í vínarpylsurnar frá Kjarnafæði. Að lokum er vert að minnast á það að allar grillpylsurnar sem Kjarnafæði bíður uppá hafa hlotið gullverðlaun í fagkeppni Meistarafélags Kjötiðnaðarmanna.
Fyrir frekari upplýsingar eða pantanir endilega hafðu þá samband við sölufólk okkar í síma 460-7400.
Kjarnafæði leggur allt upp úr því að Kjúklingurinn sem fluttur er inn standist allar þær kröfur sem á og þarf að gera til hans. Það uppfyllir hágæða kjúklingabú í Litháen þaðan sem allur kjúklingur fyrirtækisins kemur. Allur kjúklingurinn er frosinn og kemur í 2 kg einingum. Dæmi um vörutegundir eru kjúklingabringur, kjúklingalundir, kjúklingaleggir, kjúklingalæri úrb og fleira.
Kjarnafæði selur mikið úrval af heimlismat bæði í verslunum og fyrir stór og smá mötuneyti, veitingahús, stofnanir og fleiri. Þar á meðal eru bjúgu, búðingar, kjötfars, lasagne, kjötbollur og buff og margt fleira. Þó um unnar kjötvörur sé að ræða leitast kjötiðnaðarmeistarar fyrirtækisins við að minnka aukefni, óþolsvalda eins og í öðrum vörum. Listinn hér fyrir neðan er langt frá því að vera tæmandi.
Vanti þig frekari upplýsingar eða viljir panta hjá okkur þá endilega hafðu samband í síma 460-7400.
Kjarnafæði selur hrossa- og folaldakjöt en framboðið getur þó verið mjög misjafnt eftir árstíma. Best er að setja sig í samband við söludeildina í síma 460-7400 í tíma. Framboðið er því miður yfirleitt minna en eftirspurn en vinsælustu vörurnar eru folaldafille og folaldalundir ásamt hrossalundum.