06.08.2010
Kjarnafæði hélt upp á 25 ára afmæli sitt með stórri grillveislu í miðbæ Akureyrar um verslunarmannahelgina. Sveppi og Villi skemmtu gestum, ásamt því að Dýrin í Hálsaskógi kíktu í heimsókn og stórsöngvarinn Eyþór Ingi Gunnlaugsson tók nokkur vel valin lög. Svo var Íslandsmeistaramótið í pylsuáti haldið, þar sem Einar Haraldsson kom, sá og sigraði.
Lesa meira
01.08.2010
Einar Haraldsson var í dag krýndur Íslandsmeistari í pylsuáti á hátíðinni Ein með öllu á Akureyri. Einar hesthúsaði tíu pylsum innan tilsettra tímamarka sem voru tíu mínútur. Það var Kjarnafæði, Vífilfell og Voice FM987 sem stóðu að keppninni.
Lesa meira
23.07.2010
Íslandsmeistaramótið í Pylsuáti fer fram á fjölskylduhátíðinni Ein með öllu í miðbæ Akureyrar þann 1. ágúst næstkomandi. Keppnin fer þannig fram að skráning þátttakenda í keppnina fer fram daganna 26.-30. júlí á Voice FM 98,7. Þátttakendur munu þurfa að sanna hæfni sína með því að sporðrenna fjórum pylsum í brauði á sem skemmstum tíma.
Lesa meira
29.06.2010
Niðurstöður úr evrópskri könnun á verði matvæla, áfengis og tóbaks, sem gerð var vorið 2009, hafa verið gefnar út og er að finna á vef Hagstofu Íslands. Í þeim ríkjum sem þátt tóku var hlutfallslegt verðlag kjötvara á Íslandi 1% lægra en að meðaltali í 27 aðildarríkjum Evrópusambandsins.
Lesa meira
10.06.2010
Klipptu út og safnaðu boltum í sumarleik Kjarnafæðis 2010
Taktu þátt, safnaðu boltum af pylsupökkunum frá Kjarnafæði og fáðu skemmtileg sumarleikföng. Allir þátttakendur lenda auk þess í lukkupotti og eiga möguleika á að vinna glæsilega grillveislu á fimmtudögum á Bylgjunni í allt sumar.
Lesa meira
07.05.2010
Íslenska heiðalambið frá Kjarnafæði hefur svo sannarlega slegið í gegn enda um einstaka vöru að ræða. Lambalærið er kryddað með villtum íslenskum kryddjurtum frá Blóðbergsgarðinum Sandi 2 í Aðaldal. Þarna fer því saman það tvennt af því besta úr íslenskri náttúru: íslenska lambakjötið og kryddjurtir af heiðum landsins - og útkoman er hreint út sagt ómótstæðileg.
Lesa meira
03.05.2010
Grillsumarið er byrjað og það merkir að Mexico grillpylsurnar frá Kjarnafæði eru komnar í búðir. Mexico grillpylsurnar eru hreint út sagt alveg frábærar, bragðmiklar og góðar. Uppskriftin er fengin úr norðurhéruðum Mexico, þar sem menn kunna að framleiða alvöru grillmat.
Lesa meira
27.04.2010
Um helgina fór fram Kjarnafæðismótið í körfubolta sem haldið er fyrir krakka 12 ára og yngri. Mótið var haldið í íþróttahúsinu við Síðuskóla. Auk heimamanna í Þór voru skráð til leiks lið frá Tindastól, Dalvík, Smáranum og Reykdælum.
Lesa meira
26.04.2010
Ein vinsælasta grilltegundin frá Kjarnafæði er BBQ grísakótelettur. BBQ grísakóteletturnar komu fyrst á markað fyrir tveimur árum og hittu beint í mark, slógu í gegn svo um munaði. Vinsældirnar hafa svo bara vaxið enda um alveg frábæra vöru að ræða.
Lesa meira
19.04.2010
Kjarnafæði hefur hafið sölu á nýrri áleggstegund, Ítalskt salami. Ítalskt salami er sérlega bragðgott álegg, tilvalið á smurt brauð, í samlokur, pastarétti, eggjakökur o.fl.
Ítalskt salami inniheldur sólþurrkaða tómata og er bragðbætt með hvítlauk og grófmuldum svörtum pipar.
Lesa meira