Velheppnuð afmælisveisla

Kjarnafæði hélt upp á 25 ára afmæli sitt með stórri grillveislu í miðbæ Akureyrar um verslunarmannahelgina. Sveppi og Villi skemmtu gestum, ásamt því að Dýrin í Hálsaskógi kíktu í heimsókn og stórsöngvarinn Eyþór Ingi Gunnlaugsson tók nokkur vel valin lög. Svo var Íslandsmeistaramótið í pylsuáti haldið, þar sem Einar Haraldsson kom, sá og sigraði.
Lesa meira

Einar íslandsmeistari í pylsuáti

Einar Haraldsson var í dag krýndur Íslandsmeistari í pylsuáti á hátíðinni Ein með öllu á Akureyri. Einar hesthúsaði tíu pylsum innan tilsettra tímamarka sem voru tíu mínútur. Það var Kjarnafæði, Vífilfell og Voice FM987 sem stóðu að keppninni.
Lesa meira

Íslandsmeistaramótið í Pylsuáti 2010

Íslandsmeistaramótið í Pylsuáti fer fram á fjölskylduhátíðinni Ein með öllu í miðbæ Akureyrar þann 1. ágúst næstkomandi.  Keppnin fer þannig fram að skráning þátttakenda í keppnina fer fram daganna 26.-30. júlí á Voice FM 98,7. Þátttakendur munu þurfa að sanna hæfni sína með því að sporðrenna fjórum pylsum í brauði á sem skemmstum tíma.
Lesa meira

Verð á kjöti lægra á Íslandi en í samanburðarlöndum

Niðurstöður úr evrópskri könnun á verði matvæla, áfengis og tóbaks, sem gerð var vorið 2009, hafa verið gefnar út og er að finna á vef Hagstofu Íslands. Í þeim ríkjum sem þátt tóku var hlutfallslegt verðlag kjötvara á Íslandi 1% lægra en að meðaltali í 27 aðildarríkjum Evrópusambandsins.
Lesa meira

Sumarleikur

Klipptu út og safnaðu boltum í sumarleik Kjarnafæðis 2010 Taktu þátt, safnaðu boltum af pylsupökkunum frá Kjarnafæði og fáðu skemmtileg sumarleikföng. Allir þátttakendur lenda auk þess í lukkupotti og eiga möguleika á að vinna glæsilega grillveislu á fimmtudögum á Bylgjunni í allt sumar.
Lesa meira

Íslenskt Heiðalamb

Íslenska heiðalambið frá Kjarnafæði hefur svo sannarlega slegið í gegn enda um einstaka vöru að ræða. Lambalærið er kryddað með villtum íslenskum kryddjurtum frá Blóðbergsgarðinum Sandi 2 í Aðaldal. Þarna fer því saman það tvennt af því besta úr íslenskri náttúru: íslenska lambakjötið og kryddjurtir af heiðum landsins - og útkoman er hreint út sagt ómótstæðileg.
Lesa meira

Kynning – Mexico grillpylsur

Grillsumarið er byrjað og það merkir að Mexico grillpylsurnar frá Kjarnafæði eru komnar í búðir. Mexico grillpylsurnar eru hreint út sagt alveg frábærar, bragðmiklar og góðar. Uppskriftin er fengin úr norðurhéruðum Mexico, þar sem menn kunna að framleiða alvöru grillmat.
Lesa meira

Kjarnafæðismótið í körfubolta tókst vel í alla stað

Um helgina fór fram Kjarnafæðismótið í körfubolta sem haldið er fyrir krakka 12 ára og yngri. Mótið var haldið í íþróttahúsinu við Síðuskóla. Auk heimamanna í Þór voru skráð til leiks lið frá Tindastól, Dalvík, Smáranum og Reykdælum.
Lesa meira

Kynning - BBQ grísakótelettur

Ein vinsælasta grilltegundin frá Kjarnafæði er BBQ grísakótelettur. BBQ grísakóteletturnar komu fyrst á markað fyrir tveimur árum og hittu beint í mark, slógu í gegn svo um munaði. Vinsældirnar hafa svo bara vaxið enda um alveg frábæra vöru að ræða.
Lesa meira

Nýtt – Ítalskt salami

Kjarnafæði hefur hafið sölu á nýrri áleggstegund, Ítalskt salami. Ítalskt salami er sérlega bragðgott álegg, tilvalið á smurt brauð, í samlokur, pastarétti, eggjakökur o.fl. Ítalskt salami inniheldur sólþurrkaða tómata og er bragðbætt með hvítlauk og grófmuldum svörtum pipar.
Lesa meira