Þátttakendur þurftu að sanna hæfni sína með því að sporðrenna fjórum pylsum í brauði á sem skemmstum tíma í undankeppni sem fór fram á útvarpsstöðinni Voice FM987. Fjórir fljótustu keppendur tóku síðan þátt í lokaúrslitum þurftu þeir að sporðrenna eins mörgum pylsum og mögulegt var á 10 mínútum. Einar sýndi þar og sannaði að það stendur honum enginn framar á Íslandi í pylsuáti og kom hann niður 10 pylsum áður en yfirlauk.
Einar vakti athygli fyrir sérstaka tækni við átið. Hann mætti með eigin kókkönnu og dýfði pylsunum í gosið áður en hann lagði til atlögu við þær, ásamt því að beita þeirri tækni að standa á meðan keppninni stóð. Þetta reyndist honum vel og hann fór heim með sigurlaunin, veglegan bikar og gjafakörfu frá Kjarnafæði.
Í kjölfar sigursins verður hann aldrei kallaður annað en Einar með öllu.