10.12.2012
Jólahangikjötið frá Iceland sem Kjarnafæði framleiðir fékk hæstu einkunn eða 8,7 í árlegri bragðkeppni DV.
Lesa meira
02.12.2012
Kjarnafæði hefur nú fengið C og B vottun frá SI eftir að Ferdinand Hansen kom og tók út gæðakerfið.
Áður hafði Kjarnafæði fengið D vottun fyrr í haust og stefnt er að því að klára A vottun fyrir áramót.
Hér að neðan má sjá frétt frá SI um málið, og einnig má skoða fréttina á si.is
Lesa meira
29.08.2012
Kjarnafæði hefur staðist úttekt á fyrsta þrepi áfangaskiptrar gæðavottunar Samtaka iðnaðarins og hlotið D-vottun.
Lesa meira
03.07.2012
Verðhækkun.
Um næstu mánaðarmót eða 1. júlí hækkar verð frá Kjarnafæði á svínakjöti og tengdum afurðum um 4% og á nautakjöti og tengdum afurðum um 3%
Leiðréttingin er tilkomin vegna hækkunar á aðföngum frá þeim birgjum sem Kjarnafæði verslar við.
Kjarnafæði mun leitast við að halda verðhækkunum í lágmarki eins og endranær.
Lesa meira
11.06.2012
Kjarnafæði hefur nú fengið úthlutað útflutningsleyfi frá Matvælastofnun. Kjarnafæði má nú flytja út íslensk gæðamatvæli til allra Evrópulanda. Unnið hefur verið að aðlögun eftir nýrri matvælalöggjöf síðustu ár. „Þetta er stór dagur fyrir okkur í Kjarnafæði og í raun fyrir íslenskan matvælaiðnað“ segir Eiður Gunnlaugsson, forstjóri Kjarnafæðis
Lesa meira
11.06.2012
Eftir því sem komið hefur fram í umræðunni hefur Kjarnafæði verið nefnt sem notandi af saltinu. Starfsmenn Kjarnafæðis hafa notað þetta salt í áratug eða lengur og það ætíð verið keypt inn í góðri trú. Aldrei hefur hvarflað að neinum að um salt væri að ræða sem ekki hentaði matvælaframleiðslu.
Þegar þetta mál kom upp var ferlið eins og lýst er á heimasíðu MAST eða:
Lesa meira
06.01.2012
Hjá Kjarnafæði er allt klárt fyrir Þorrann enda eru mörg veitingahús, mötuneyti, stóreldhús, sem og ýmis félagssamtök að undirbúa sig fyrir þorraveislurnar. Margir eru því að velta því fyrir sér hvað skuli hafa á þorraborðinu. Þorramatur er jú samsafn af sígildum íslenskum mat, sem oftast eru kjöt- eða fiskafurðir, verkaðar með hefðbundnum aðferðum. Á síðari árum hefur fjölbreytnin verið að aukast á þorrahlaðborðunum enda hefur matarsmekkur landans verið að þróast og nýmeti aukist á kostnað súrmats.
Við höfum tekið saman lista yfir einfaldan innkaupalista með því algengasta á þorrahlaðborðin:
Lesa meira
04.10.2011
Nú um helgina var sýningin MATUR-INN 2011 haldin á Akureyri og að sjálfsögðu var Kjarnafæði með bás. Aðsóknin var mikil og almenn ánægja meðal sýningargesta. Starfsmenn Kjarnafæðis kynntu meðal annars hinar vinsælu pepperoni og skinku línur fyrirtækisins og buðu uppá snittur með ferskum tómat, klettasalati og pepperoni maukuðu saman í matvinnsluvél, nokkurs konar Pesto. Þetta vakti mikla lukku og fjölmargir báðu um uppskrift af þessu góðgæti. Börnin fengu bolta, litabækur, hljóðdiska og fleira. Það má því segja að allir hafi farið saddir og glaðir frá Kjarnafæðisbásnum. Eiður Gunnlaugsson forstjóri Kjarnafæðis segir að straumur fólks hafi legið að básnum og nú sé undirbúningur að næstu sýningu strax hafinn. "Við stefnum alltaf að því að gera betur hvert skipti og því verður að nýta tímann vel."
Lesa meira