Yfirlýsing frá Kjarnafæði varðandi saltmál.

Eftir því sem komið hefur fram í umræðunni hefur Kjarnafæði verið nefnt sem notandi af saltinu. Starfsmenn Kjarnafæðis hafa notað þetta salt í áratug eða lengur og það ætíð verið keypt inn í góðri trú. Aldrei hefur hvarflað að neinum að um salt væri að ræða sem ekki hentaði matvælaframleiðslu. Þegar þetta mál kom upp var ferlið eins og lýst er á heimasíðu MAST eða:

Eftir því sem komið hefur fram í umræðunni hefur Kjarnafæði verið nefnt sem notandi af saltinu. Starfsmenn Kjarnafæðis hafa notað þetta salt í áratug eða lengur og það ætíð verið keypt inn í góðri trú. Aldrei hefur hvarflað að neinum að um salt væri að ræða sem ekki hentaði matvælaframleiðslu.

Þegar þetta mál kom upp var ferlið eins og lýst er á heimasíðu MAST eða:

"Við eftirlit í matvælafyrirtæki í vetur uppgötvaði eftirlitsmaður Matvælastofnunar upplýsingablöð fyrir tvenns konar salt: Annars vegar nítrítsalt sem merkt var„food grade“ og hins vegar salt sem merkt var fyrir iðnað. Í kjölfarið hófst gagnaöflun til að komast að því hvort síðarnefnda saltið væri framleitt fyrir matvælaiðnað og hvort fólki stafaði hætta af því.

Matvælastofnun sendi fyrirspurn til framleiðanda saltsins þar sem spurt var hvort saltið væri ætlað til notkunar í matvæli. Í svarinu kom fram að saltið væri ekki talið skaðlegt heilsu en ljóst er að ekki eru gerðar jafnstrangar kröfur við framleiðslu og geymslu á saltinu og að ekki eigi að nota það við framleiðslu matvæla."

Einnig er tekið fram á heimasíðu MAST hver gæði þessa salts eru eftir samanburð á efnainnihaldi.

"Samanburður á efnainnihaldi leiddi í ljós að lítill sem enginn munur var á salttegundunum. Saltið var með sambærilegan hreinleika og saltið sem ætlað var til matvælaframleiðslu: Saltmagn (NaCl) var 99,8% í saltinu fyrir matvælaframleiðslu en 99,6% í umræddu salti. Samkvæmt gæðastaðli (Codex) um salt segir að NaCl eigi að vera að minnsta kosti 97% og uppfylla báðar salttegundirnar staðalinn. Þá var magn kopars 0,1 mg/kg í nítrítsaltinu en 0,4 mg/kg í umræddu salti. Samkvæmt gæðaviðmiðunum má kopar ekki fara yfir 2,0 mg/kg. Ekki var mikill munur á magni annarra innihaldsefna. Vísbendingar benda ekki til þess að neytendum stafi bein hætta af neyslu saltsins en notkun salts í matvæli sem ekki er ætlað til matvælavinnslu er óásættanlegt að mati stofnunarinnar og ber að hætta notkun þess. "

http://mast.is/index.aspx?GroupId=1494&TabId=1504&NewsItemID=3847&ModulesTabsId=2488

Ákveðið var í samráði við birgja og MAST að klára þessa birgðir og skipta yfir um leið og nýtt salt kæmi frá Ölgerðinni. Það hefur verið gert og nota starfsmenn Kjarnafæðis nú eingöngu salt sem vottað er til matvælaframleiðslu sem er eins og þeir hafa haldið að þeir væru að nota öll þessi ár.

Kjarnafæði harmar að atvik sem þetta koma upp en bendir á til umhugsunar að matvara sem framleidd er hjá hinum ýmsu framleiðendum er reglulega send til örverumælinga hjá viðurkenndum eftirlitsaðilum. Það er samkvæmt gildandi reglum og hafa þessar mælingar hjá okkur aldrei gefið neitt til kynna sem benti til að hráefni væri ekki eins og lög gera ráð fyrir.

Við munum sannarlega læra af þessu og herða á kröfum varðandi eftirlit með birgjum.

 

Virðingarfyllst

Eðvald Valgarðsson

Gæðastjóri