Kjarnafæði hefur staðist úttekt á fyrsta þrepi áfangaskiptrar gæðavottunar Samtaka iðnaðarins og hlotið D-vottun.
D-vottun er fyrsti hluti gæðavottunarkerfis SI sem tekið er upp í fjórum áföngum. Í því felst að rekstur fyrirtækis er gerður skilvirkari. Fyrirtækið fer í gegnum stefnumótun þar sem afkoma hvers verks eða vöru er skilgreind. Við þetta eykst framleiðni og fyrirtækin skila meiri hagnaði.
Sjá má á vefsíðu Samtaka Iðnaðarins staðfestingu á vottuninni og er stefnan að fara alla leið fyrir áramót, eða að fá C, B og A vottun frá SI. Þetta er fyrsta skrefið hjá okkur í átt að ISO 9001. Það hefur verið tekin ákvörðun um að fá vottun á þeim staðli hjá okkur. Það verður stórt skref og mikil vinna, segir Eðvald Valgarðsson gæðastjóri en við erum bjartsýn á að það takist enda hefur verið unnið gríðarlegt starf í gæðamálum síðustu árin og Kjarnafæði komið með fullt útflutningsleyfi frá Matvælastofnun en það leyfi byggir fyrst og fremst á virku og öflugu gæðakerfi. Þetta er innan seilingar. Við tökum skrefin eitt af einu og byggjum þetta upp í rólegheitum. það borgar sig að vanda vel til verka, segir Eðvald.