Kjarnafæði fær útflutningsleyfi á framleiðsluvörum sínum.

Eiður Gunnlaugsson
Eiður Gunnlaugsson
Kjarnafæði hefur nú fengið úthlutað útflutningsleyfi frá Matvælastofnun. Kjarnafæði má nú flytja út íslensk gæðamatvæli til allra Evrópulanda. Unnið hefur verið að aðlögun eftir nýrri matvælalöggjöf síðustu ár. „Þetta er stór dagur fyrir okkur í Kjarnafæði og í raun fyrir íslenskan matvælaiðnað“ segir Eiður Gunnlaugsson, forstjóri Kjarnafæðis

Kjarnafæði hefur nú fengið úthlutað útflutningsleyfi frá Matvælastofnun. Kjarnafæði má nú flytja út íslensk gæðamatvæli til allra Evrópulanda. Unnið hefur verið að aðlögun eftir nýrri matvælalöggjöf síðustu ár. „Þetta er stór dagur fyrir okkur í Kjarnafæði og í raun fyrir íslenskan matvælaiðnað“ segir Eiður Gunnlaugsson, forstjóri Kjarnafæðis

Hvað segir Eiður?

„Ég er sannfærður um að sú vöruflóra sem við bjóðum uppá fellur vel í kramið hjá öðrum þjóðum. Íslensk matvæli og íslenskur heimilismatur er holl og góð matvara sem við getum verið stolt af. Við erum búin að skoða í kringum okkur með útflutning og fengið góðar undirtektir. Það er eitthvað sem við munum vinna áfram að. Síðan má ekki gleyma að þetta er vottun á að við erum að framleiða holl og góð matvæli fyrir íslendinga ekki síður en aðrar þjóðir“ segir Eiður

Af hverju?

Fyrri hluta árs 2010 tók gildi ný Evrópsk matvælalöggjöf sem íslensk matvælafyrirtæki fengu 18 mánuði til að laga sig að. Nú eru fyrstu fyrirtækin komin með þetta leyfi og fljótlega má sjá merkingar á vörum þeirra en hver og ein vinnsla fær sitt númer.

Gæðavottun.

Eðvald Valgarðsson, gæðastjóri Kjarnafæðis segir að mikið verk hafi verið unnið síðustu misseri. „Við höfum unnið mikið í gæðakerfinu okkar í nánu samstarfi við Matvælastofnun og breytt ýmsu hér innanhúss. Allt grunnflæði í vinnslunni hefur verið endurskoðað og breytingar gerðar á húsnæði, að hluta til fyrir starfsfólk en einnig til að tryggja rétt flæði vörunnar. Við höfum skoðað hlutina saman og fundið lausnir sem henta okkar vinnsluferli og uppfyllir alla staðla um góða framleiðsluhætti og örugga matvælaframleiðslu. Þetta eru búnir að vera spennandi tímar og ýmislegt eftir enn sem þarf að þróast með timanum“ segir Eðvald.