Jóhannes með fulla kistu af mat

Jóhannes Jónsson, íbúi í Barrlundi Akureyri, var sá heppni þegar dregið var í lukkuleik Kjarnafæðis, sem haldinn var í tengslum við sýninguna MATUR-INN 2009 í Íþróttahöllinni um síðustu helgi. Eiður Gunnlaugsson framkvæmdastjóri Kjarnafæðis og Auðjón Guðmundsson markaðsstjóri, heimsóttu Jóhannes og konu hans Hildi Gunnarsdóttir í vikunni og færðu þeim vinninginn, sem var frystikista full af úrvalsmat frá fyrirtækinu.
Lesa meira

Dregið í Lukkuleik Kjarnafæðis

Búið er að draga út sigurvegara í Lukkuleik Kjarnafæðis. Sá heppni var Jóhannes Jónsson, Barrlundi Akureyri. Honum verður afhentur vinningurinn, frystikista full af úrvalsmat frá Kjarnafæði á morgun. Í kistunni var m.a. lambalæri, lambahryggur, hakk, kjötfars, hamborgarar og fiskur frá Norðanfisk. Við óskum Jóhannesi innilega til hamingju.
Lesa meira

Metfjöldi á sýningunni MATUR-INN 2009

Fjöldi fólks lagði leið sína í Íþróttahöllina á Akureyri um helgina á sýninguna MATUR-INN 2009. Aðgangur var ókeypis og mikilll straumur gesta báða sýningardagana. Áætlað er að 12-14 þúsund gestir hafi komið á sýninguna. Kjarnafæði var að sjálfsögðu með sýningarbás sem var vel sóttur og þökkum við kærlega öllum sem lögðu leið sína í okkar bás. Á básnum var boðið upp á ýmislegt skemmtilegt, m.a. var fenginn heill pylsuvagn að láni og settur upp í sýningarbásnum og bauð Kjarnafæði upp á pylsu með öllu og kók í gleri á hlægilegu verði. Einnig var sett upp úrbeiningaraðstaða og hangikjöt og svínakjöt úrbeinað, svo gestir gætu séð í raun handbrögðin við úrbeiningu.  
Lesa meira

Búist við þúsundum gesta í Íþróttahöllina

Sýningin MATUR-INN verður haldin á Akureyri í fjórða sinn um komandi helgi. Sýningin hefur verið haldin á tveggja ára fresti og verið fram að þessu í Verksmenntaskólanum á Akureyri en ljóst var eftir sýninguna árið 2007 að færa þyrfti viðburðinn í stærra hús, enda gestafjöldinn yfir 10 þúsund! Því verður sýningin nú á 800 fermetra svæði í Íþróttahöllinni á Akureyri.
Lesa meira

MATUR-INN 2009

Sýningin MATUR-INN 2009 veður haldinn Íþróttahöllinni á Akureyri 3. & 4. október. Lögð er áhersla á að sem flest fyrirtæki sem tengjast matarmenningu taki þátt og er markmið aðstandenda sýningarinnar að halda áfram þar sem frá var horfið á vel lukkaðri sýningu 2007, sýna og sanna hversu stórt hlutverk matvælin leika á Norðurlandi, allt frá framleiðslu og vinnslu til mat- og framreiðslu.
Lesa meira

SAH gefur út verðskrá fyrir slátrun 2009

Stjórnir SAH Afurða ehf. og SAH Svf. Gengu frá verðskrá fyrir sauðfjárafurðir á fundi sínum nú í morgun. Niðurstaða fundarins varð að það verð sem greitt var fyrir innanlandskjöt í fyrra haldi sér og verði greitt fyrir allt dilkakjöt á því verði. Þetta jafngildir ríflega 9% hækkun á verði til bænda. Áður hafði Sláturfélag Vopnfirðinga gefið út sína verðskrá fyrir 2009.
Lesa meira

Engin sumarslátrun á Blönduósi

Engin sumarslátrun verður hjá SAH afurðum á Blönduósi þetta árið þar sem spurn eftir sumarslátrun hefur nánast horfið. Sauðfjárslátrun hefst því hjá SAH afurðum 1. september. Sigurður Jóhannesson, framkvæmdastjóri SAH afurða segir á vefsíðu félagsins að um langt árabil hafi SAH Afurðir verið leiðandi í því að lengja það tímabil sem sauðfjárslátrun tekur yfir.
Lesa meira

Engin sumarslátrun á Blönduósi

Engin sumarslátrun verður hjá SAH afurðum á Blönduósi þetta árið þar sem spurn eftir sumarslátrun hefur nánast horfið. Sauðfjárslátrun hefst því hjá SAH afurðum 1. september. Sigurður Jóhannesson, framkvæmdastjóri SAH afurða segir á vefsíðu félagsins að um langt árabil hafi SAH Afurðir verið leiðandi í því að lengja það tímabil sem sauðfjárslátrun tekur yfir.
Lesa meira

Grill á grænu Ráðhústorgi

Veðurguðirnir léku við mannfjöldann sem safnaðist saman í dag á hinu fagurgræna Ráðhústorgi, þar sem pylsur voru grillaðar og ljúfir tónar leiknir. Bæjarbúar voru hvattir til að mæta með sumarleg teppi til þess að leggja á nýtyrft torgið, þiggja pylsur frá Kjarnafæði og pylsubrauð frá Kristjánsbakarí eða mæta með eigin hádegisverðarpakka.
Lesa meira

Tveir kjötiðnaðarnemar frá Kjarnafæði ljúka sveinsprófi

Það voru tveir vaskir nemar frá Kjarnafæði, þeir Grétar Baldvinsson og Jón Þór Guðmundsson sem lögðu í ferðalag til höfuðborgarinnar til að sanna kunnáttu sína og færni í kjötiðn. Meistarar í fræðunum voru að sjálfsögðu einnig mættir sem prófdómarar til að dæma þá og meta. Nemarnir hafa síðastliðin fjögur ár verið í verklegu námi hjá Kjarnafæði og bóklegu hjá Verkmenntaskólanum á Akureyri.
Lesa meira