15.12.2009
Það fer ekki á milli mála þegar komið er inn í vinnslusali Kjarnafæðis þessa dagana að mikið stendur til. Jólatörnin er í fullum gangi og þrátt fyrir mikið álag er þessi árstími skemmtilegur fyrir starfsmenn Kjarnafæðis.
Lesa meira
25.11.2009
Sænska jólapylsan frá Kjarnafæði er komin í verslanir. Sænska jólapylsan sló svo um munaði í gegn í fyrra og var salan langt umfram áætlanir. Eftirvæntingin eftir Sænsku jólapylsunni var mikil í ár og voru margir viðskiptavinir farnir að hringja inn í Kjarnafæði og spyrjast fyrir um hvort hún kæmi ekki örugglega aftur í ár.
Lesa meira
09.11.2009
Sýningin Stóreldhúsið 2009 var haldin á hinu glæsilega Grand Hótel Reykjavík fimmtudaginn 29. og föstudaginn 30. október síðastliðinn. Sýningin var hin glæsilegasta í alla staði og mikill fjöldi fagfólks úr matvælaiðnaði, mötuneytum og stóreldhúsum sóttu sýninguna.
Lesa meira
12.10.2009
Jóhannes Jónsson, íbúi í Barrlundi Akureyri, var sá heppni þegar dregið var í lukkuleik Kjarnafæðis, sem haldinn var í tengslum við sýninguna MATUR-INN 2009 í Íþróttahöllinni um síðustu helgi. Eiður Gunnlaugsson framkvæmdastjóri Kjarnafæðis og Auðjón Guðmundsson markaðsstjóri, heimsóttu Jóhannes og konu hans Hildi Gunnarsdóttir í vikunni og færðu þeim vinninginn, sem var frystikista full af úrvalsmat frá fyrirtækinu.
Lesa meira
05.10.2009
Búið er að draga út sigurvegara í Lukkuleik Kjarnafæðis. Sá heppni var Jóhannes Jónsson, Barrlundi Akureyri. Honum verður afhentur vinningurinn, frystikista full af úrvalsmat frá Kjarnafæði á morgun. Í kistunni var m.a. lambalæri, lambahryggur, hakk, kjötfars, hamborgarar og fiskur frá Norðanfisk. Við óskum Jóhannesi innilega til hamingju.
Lesa meira
05.10.2009
Fjöldi fólks lagði leið sína í Íþróttahöllina á Akureyri um helgina á sýninguna MATUR-INN 2009. Aðgangur var ókeypis og mikilll straumur gesta báða sýningardagana. Áætlað er að 12-14 þúsund gestir hafi komið á sýninguna. Kjarnafæði var að sjálfsögðu með sýningarbás sem var vel sóttur og þökkum við kærlega öllum sem lögðu leið sína í okkar bás. Á básnum var boðið upp á ýmislegt skemmtilegt, m.a. var fenginn heill pylsuvagn að láni og settur upp í sýningarbásnum og bauð Kjarnafæði upp á pylsu með öllu og kók í gleri á hlægilegu verði. Einnig var sett upp úrbeiningaraðstaða og hangikjöt og svínakjöt úrbeinað, svo gestir gætu séð í raun handbrögðin við úrbeiningu.
Lesa meira
01.10.2009
Sýningin MATUR-INN verður haldin á Akureyri í fjórða sinn um komandi helgi. Sýningin hefur verið haldin á tveggja ára fresti og verið fram að þessu í Verksmenntaskólanum á Akureyri en ljóst var eftir sýninguna árið 2007 að færa þyrfti viðburðinn í stærra hús, enda gestafjöldinn yfir 10 þúsund! Því verður sýningin nú á 800 fermetra svæði í Íþróttahöllinni á Akureyri.
Lesa meira
21.09.2009
Sýningin MATUR-INN 2009 veður haldinn Íþróttahöllinni á Akureyri 3. & 4. október. Lögð er áhersla á að sem flest fyrirtæki sem tengjast matarmenningu taki þátt og er markmið aðstandenda sýningarinnar að halda áfram þar sem frá var horfið á vel lukkaðri sýningu 2007, sýna og sanna hversu stórt hlutverk matvælin leika á Norðurlandi, allt frá framleiðslu og vinnslu til mat- og framreiðslu.
Lesa meira
09.09.2009
Stjórnir SAH Afurða ehf. og SAH Svf. Gengu frá verðskrá fyrir sauðfjárafurðir á fundi sínum nú í morgun. Niðurstaða fundarins varð að það verð sem greitt var fyrir innanlandskjöt í fyrra haldi sér og verði greitt fyrir allt dilkakjöt á því verði. Þetta jafngildir ríflega 9% hækkun á verði til bænda.
Áður hafði Sláturfélag Vopnfirðinga gefið út sína verðskrá fyrir 2009.
Lesa meira
12.08.2009
Engin sumarslátrun verður hjá SAH afurðum á Blönduósi þetta árið þar sem spurn eftir sumarslátrun hefur nánast horfið. Sauðfjárslátrun hefst því hjá SAH afurðum 1. september. Sigurður Jóhannesson, framkvæmdastjóri SAH afurða segir á vefsíðu félagsins að um langt árabil hafi SAH Afurðir verið leiðandi í því að lengja það tímabil sem sauðfjárslátrun tekur yfir.
Lesa meira