20.08.2008
Hróður hangikjötsins frá Kjarnafæði berst víða. Hérna er skemmtileg frásögn af matarboði í Kongó:
Kjarnafæðis hangikjöt í Kongó,- það er málið!!!
Lesa meira
17.07.2008
Í Pylsuvagninum við Sundlaugina á Akureyri má finna rétt sem er kallaður 'Eyfirðingur' og hefur vakið mikla athygli. Eyfirðingur er pylsa með öllu og rauðkáli. Eyfirðingur hefur slegið í gegn og segja þeir Guðmundur og Arnar pylsusalar að þetta hafi vakið sérstaka athygli hjá ferðamönnum, sem ekki séu vanir þessari samsetningu. Hins vegar séu margir heimamenn sem þekki vel þennan sið frá árum áður og kunni vel að meta að hægt sé að fá Eyfirðing aftur, því allir séu sammála um að rauðkál sé punkturinn yfir i-ið þegar kemur að því að fá sér eina með öllu.
Lesa meira
01.07.2008
Einstaklingar með mjólkuróþol þurfa ekki að óttast það að skella pylsunum frá Kjarnafæði á grillið, því allar pylsur frá Kjarnafæði eru mjólkurlausar.
Lesa meira
27.06.2008
Kjarnafæði hefur hafið sölu á úrvals hamborgurum í neytendapakkningum. Úrvals hamborgararnir eru úr íslensku úrvals nautakjöti - engum aukaefnum er bætt í borgarana, heldur er þetta 100% hreint hráefni.
Lesa meira
20.06.2008
Kjarnafæði hefur sett á markað nýja frábæra tegund af grillkjöti, BBQ grísakótelettur, léttreyktar. Þetta er skemmtileg viðbót við grilllínu Kjarnafæðis og BBQ grísakóteletturnar hafa þegar fengið frábær viðbrögð, því það er mál manna sem hafa prófað kóteletturnar að nú hafi kjötmeistarar Kjarnafæðis hitt enn einu sinn beint í mark.
Lesa meira
17.06.2008
Forseti Íslands sæmdi Harald Helgason verslunarmann á Akureyri heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu við hátíðlega athöfn á Bessastöðum á þjóðhátíðardaginn. Haraldur, sem er 87 ára hélt nú nýverið upp á 75 ára starfsafmæli sitt.
Lesa meira
05.06.2008
Nýr sölumaður, Sveinn Arnarsson, hefur tekið til starfa Akureyri. Sveinn mun sinna öllum verslunum á Akureyri. Síminn hjá Sveini er 460-7424/840-7427 og netfangið er sveinn@kjarnafaedi.is.
Lesa meira
30.05.2008
Í sumar setjum við kjöt frá Kjarnafæði á grillið að ógleymdum grillpylsunum. Á hverjum einasta föstdegi í sumar þá verður dreginn út á Bylgjunni einn heppinn þátttakanda sem fær glæsilega grillveislu fyrir alla fjölskylduna frá Kjarnafæði. Skráðu þig til leiks í sumargrilli Bylgjunnar og Kjarnafæðis og hver veit nema að þú fáir glæsilega grillveislu með gómsætu kjöti, bragðmiklum pylsum og að sjálfsögðu sósum og sallati.
Smelltu hér til að taka þátt og fylgstu svo með hjá Rúnari Róberts alla föstudaga í júní og júlí á Bylgjunni !!
Bylgjan og Kjarnafæði - grilla með þér í allt sumar!
Lesa meira
14.05.2008
Það eru ekki margir sem ná þeim áfanga að halda uppá 75 ára starfsafmæli
sitt. Það gerði Haraldur Helgason í dag þegar hann afgreiddi kjöt yfir
búðarborðið þar sem ferillinn hófst. Haraldur sem er 87 ára er enn í fullu fjöri og starfar af fullum krafti
fyrir Kjarnafæði
Lesa meira
14.05.2008
Nýverið var undirritaður samstarfssamningur milli Kjarnafæðis og Klúbbs Matreiðslumeistara. Samningurinn var undirritaður í hinum glæsilega Turni við Smáratorg. Er þetta mjög góður samningur fyrir báða aðila. Kjarnafæði er stórt og öflugt fyrirtæki á kjötmarkaði sem hefur stækkað hratt undanfarin ár og á stóran kúnnahóp meðal félaga í Klúbbi Matreiðslumeistara.
Lesa meira