16.10.2007
Íslendingar eru farnir að grilla ársins hring, ólíkt því sem áður var. Hér er einföld og þægileg grískættuð uppskrift. Góðar steiktar en enn betri grillaðar.
Lesa meira
15.10.2007
Talið er að yfir 10 þúsund manns hafi lagt leið sína á sýninguna MATUR-INN 2007 sem haldin var í Verkmenntaskólanum á Akureyri um helgina og helguð varð norðlenskum mat og matarmenningu. Fyrir sýningunni stóð félagið Matur úr héraði – Local Food og tóku um 60 norðlenskir sýnendur þátt í henni. Sýning undir sama nafni var haldin fyrir tveimur árum en bæði sýnendafjöldi og aðsókn var tvöfalt meira í ár. Einar K. Guðfinnsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, opnaði sýninguna formlega á laugardag og lýsti yfir mikilli ánægju með það sem fyrir augu hans bar á sýningarsvæðinu. Ýmsar keppnir og viðburðir fóru fram samhliða sýningunni og vöktu mikla athygli sýningargesta.
Lesa meira
15.10.2007
Kjarnafæði vill þakka öllum þeim sem lögðu leið sína á bás Kjarnafæðis á sýningunni Matur-inn 2007 um helgina. Við erum þakklát fyrir þau jákvæðu viðbrögð og áhuga sem básinn okkar fékk og vonum við að allir hafi haft ánægju af heimsókninni.
Lesa meira
13.10.2007
Úrslitakeppni um titilinn Kjötiðnaðarnemi ársins 2007 fór fram á sýningunni Matur-inn 2007 í Verkmenntaskólanum á Akureyri í dag. Tilkynnt var síðdegis að dómnefnd hefði úrskurðað Jón Þór, betur þekktan sem Jónda, kjötiðnaðarnema hjá Kjarnafæði, sigurvegara keppninnar. Kjarnafæði óskar Jónda innilega til hamingju með þennan frábæra árangur.
Lesa meira
13.10.2007
Lokakeppni Klúbbs matreiðslumeistara um titilinn Matreiðslumaður ársins 2007 fór fram á sýningunni Matur-inn í Verkmenntaskólanum á Akureyri í dag. Tilkynnt var síðdegis að dómnefnd hefði úrskurðað Þráinn Frey Vigfússon, matreiðslumann á Grillinu Hótel Sögu, sigurvegara keppninnar.
Lesa meira
13.10.2007
Það er troðfullt hús af fólki á sýningunni Matur-inn 2007 og starfsmenn Kjarnafæðis standa í ströngu í básnum við að gefa fólki smakk af hinum frábæru framleiðsluafurðum fyrirtækisins.
Talið er að um 5000 manns hafi mætt á fyrri dag sýningarinnar og hafði starfsfólk sýningarinnar nóg að gera. Mikil ánægja er meðal sýningargesta og sýnenda enda sýningin öll hin glæsilegasta. Sýningunni verður haldið áfram á sunnudag, frá kl. 11-17.
Lesa meira
10.10.2007
Um næstu helgi verður sýningin MATUR-INN 2007 haldin í Verkmenntaskólanum á Akureyri. Fyrir henni stendur félagið Matur úr héraði – Local Food og er sýningunni ætlað að endurspegla fjölbreytni í mat og matarmenningu á Norðurlandi. Sýning undir sama nafni var haldin fyrir tveimur árum en sýnendur nú eru nálega helmingi fleiri og dagskrá ennþá fjölbreyttari. Meðal viðburða á sýningunni er úrslitakeppni Klúbbs matreiðslumeistara um titilinn Matreiðslumaður ársins 2007. Sýningin verður opin kl. 11 -17 á laugardag og sunnudag og er aðgangur ókeypis. Formleg opnun verður kl. 14 á laugardag þegar Einar Kr. Guðfinnsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, heimsækir sýninguna.
► Um 60 sýnendur
► Úrslitakeppni um titilinn „Matreiðslumaður ársins 2007“
► Frumkvöðlaverðlaun félagsins „Matur úr héraði – Local Food“ veitt
► Markaðstorg, borðbúnaðarsýning, matreiðslukeppni þjóðþekktra einstaklinga, keppni í samlokugerð, fræðslustofur (workshop) og margt fleira
Lesa meira
09.10.2007
Nú er ljóst að MATUR-INN 2007 verður langstærsta sýning sem haldinn hefur verið norðan heiða og einungis er helguð mat og matarmenningu. Síðustu dagana hefur stöðugt bæst á sýnendalistann og eru sýnendur nú komnir yfir 60 talsins! Sýningin mun endurspegla mikla breidd í matarmenningunni á Norðurlandi því auk fjölda sýnenda af Eyjafjarðarsvæðinu verða mjög öflugir básar frá Þingeyingum og Skagfirðingum.
Lesa meira
08.10.2007
Einar Kr. Guðfinnsson, sjávarútvegs- og landbúnaðaráðherra, verður heiðursgestur við opnun sýningairnnar MATUR-INN 2007 en ráðuneytin munu styðja sýninguna. Sýningarsvæðið opnar kl. 11:00 á laugardagsmorgun (13. okt) en formleg opnun verður kl. 14:00. Félagið Matur úr héraði kann þeim bestu þakkir fyrir velviljann.
Lesa meira
28.09.2007
Útvarpsfólkið Gestur Einar Jónasson og Margrét Blöndal hafa tekið að sér að vera þulir á sýningarsvæðinu meðan á sýningunni stendur. Þau munu vekja athygli gesta á þeim fjölmörgu viðburðum sem í húsinu verða, bæði í sýningarsölum, í eldhúsinu og á sviði Gryfjunnar.
Lesa meira