Kjötsúpa á 1. vetrardag

Kindasúpukjöt
Kindasúpukjöt
Sá skemmtilegi siður hefur myndast að landsmenn sjóði sér íslenska kjötsúpu á fyrsta degi vetrar, því þegar Vetur konungur heldur innreið sína og kaldir vindar næða er gott að koma heim í hlýjuna, setja pott á eldavélina og elda gómsæta, ilmandi, heita og nærandi íslenska kjötsúpu.

Sá skemmtilegi siður hefur myndast að landsmenn sjóði sér íslenska kjötsúpu á fyrsta degi vetrar, því þegar Vetur konungur heldur innreið sína og kaldir vindar næða er gott að koma heim í hlýjuna, setja pott á eldavélina og elda gómsæta, ilmandi, heita og nærandi íslenska kjötsúpu.

Þess vegna er fyrsti vetrardagur hinn eini sanni kjötsúpudagur. Það þýðir ekki að kjötsúpa eigi bara að vera í matinn þann dag - sannarlega ekki, eiginlega geta allir dagar verið kjötsúpudagar - en það er tilvalið að elda yljandi og staðgóða kjötsúpu einmitt þennan dag.

Góða uppskrift af Íslenskri kjötsúpu má finna hér (smella hér) og fleiri góðar uppskriftir af kjötsúpu má finna inn á lambakjöt.is.