Úrslitakeppni um titilinn Kjötiðnaðarnemi ársins 2007 fór fram á sýningunni Matur-inn 2007 í Verkmenntaskólanum á Akureyri í dag. Tilkynnt var síðdegis að dómnefnd hefði úrskurðað Jón Þór, betur þekktan sem Jónda, kjötiðnaðarnema hjá Kjarnafæði, sigurvegara keppninnar. Kjarnafæði óskar Jónda innilega til hamingju með þennan frábæra árangur.
Úrslitakeppni um titilinn
Kjötiðnaðarnemi ársins 2007 fór fram á sýningunni
Matur-inn 2007 í Verkmenntaskólanum á Akureyri í dag. Tilkynnt var síðdegis að dómnefnd hefði úrskurðað
Jón Þór, betur þekktan sem
Jónda, kjötiðnaðarnema hjá Kjarnafæði, sigurvegara keppninnar. Kjarnafæði óskar Jónda innilega til hamingju með þennan frábæra árangur.
Hver nemi fékk það verkefni að vinna úr einum lambsskrokk og breyta honum í kjötborð. Að keppninni lokinni var hráefnið boðið upp og nam hæsta boð í kjöt sigurvegarans 20 þúsund krónum. Ágóðinn af uppboðinu rann til Hetjanna, félags aðstandenda langveikra barna á Norðurlandi.
Skoðaðu myndir frá keppninni (smella hér)