'Nafni' fyrstur í úrslit

Vinningshafi fyrstu undankeppninnar í Íslandsmeistaramótinu í pylsuáti heitir Andri Yngvason, betur þekktur af hlustendum Capone sem Nafni. Nafni náði að setja ofan í sig 4 pylsur og brauð á þeim 3 mínútum sem menn fá í undankeppninni.
Lesa meira

Íslandsmótið í pysluáti 2007

Íslandsmeistaramótið í Pylsuáti fer fram á menningarnótt í miðbæ Reykajvíkur þann 18. ágúst næstkomandi.  Það eru Reykjavík FM 105,5 og Kjarnafæði sem standa að mótinu.
Lesa meira

Lokagrillveisla Reykjavík FM og Kjarnafæðis

Viljum byrja á því að þakka öllum þeim sem komu á síðustu grillveilslu Reykjavík FM 105,5, Kjarnafæðis og Carlsberg fyrir frábæra mætingu á Grill á Dill.  Þriðja og síðasta grillveislan í sumar verður svo haldin 10. ágúst næstkomandi.
Lesa meira

Kjarnagrill

Það hefur myndast hefð fyrir því að starfsmenn Kjarnafæðis safnist saman föstudagskveldið fyrir verslunarmannahelgi og grilla og skemmta sér. Í ár var engin undantekning og var Kjarnaskógur fyrir valinu að vanda, enda skógurinn skírður í höfuðið á Kjarnafæði.
Lesa meira

Básateikning af Matur-inn 2007 komin

Yfirlitsmynd af sýningarsvæðinu á Matur-inn 2007 er komin á vefinn localfood.is. Sýningarsvæðið innan dyra er í tveimur sölum í VMA. Gólfplan (teikning) verður eftirleiðis reglulega uppfærð miðað við pantanir og niðurröðun.
Lesa meira

Bjúgu á grillið?

Íslendingar hafa löngum verið þekktir fyrir að vera óhræddir við nýjungar. Við fengum eina skemmtilega ábendingu frá Ólafi Kjartanssyni um ‘nýjung’ á grillið: Bjúgu!
Lesa meira

Grillveisla Kjarnafæðis og Reykjavík FM

Önnur grillveisla Reykjavík FM 105,5, Kjarnafæðis og Carlsberg mun fara fram 27. júlí á Dillon. Góð tónlist, frábærar veitingar og góður félagsskapur. Gríðarleg stemmning var á fyrstu grillveislunni sem fór fram 29. júní og komust mun færri að en vildu.
Lesa meira

MATUR-INN 2007

Stórviðburður í norðlenskri matarmenninguFélagið Matur úr héraði - Local food mun standa fyrir sýningunni MATUR-INN 2007 í Verkmenntaskólanum á Akureyri dagana 12.-14. október næstkomandi. Sýningunni er m.a. ætlað að endurspegla fjölbreytileikann í norðlenskri matarmenningu í víðum skilningi og vera um leið nokkurs konar uppskeruhátíð.
Lesa meira

Velheppnuð grillveisla

Gríðarleg stemmning var á fyrstu grillveislu sumarsins hjá Reykjavík FM 101,5, Kjarnafæði og Carlsberg síðastliðinn föstudag. Mun færri komust að en vildu og voru gestalistar sprungnir snemma í síðustu viku en til stóð að dreifa miðum út vikuna. Veislan fór fram í blíðskapar veðri í bakgarðinum á Dillon laugavegi og hjálpaði blíðan við að skapa þá frábæru stemmingu sem myndaðist.
Lesa meira

Nýtt - Herragarðs Svínakótelettur

Kjarnafæði hefur sett á markað nýja tegund af grillkjöti, Herragarðs svínakótelettur. Undir Herragarðsmerkið fer eingöngu sérlega meyrt og gott kjöt sem er sett í nýjan kryddlög frá kjötmeisturum Kjarnafæðis.
Lesa meira