Íslendingar hafa löngum verið þekktir fyrir að vera óhræddir við nýjungar. Við fengum eina skemmtilega ábendingu frá Ólafi Kjartanssyni um ‘nýjung’ á grillið: Bjúgu!
Það var því ákveðið að prófa og smakka hvernig það kæmi út. Og viti menn eftir að hafa prófað þetta, þá er ekki spurning um að koma þessu á framfæri, þetta er snilld!
Grilluð Bjúgu að hætti Ólafs:
Skera bjúgu í tvennt langsum. Hita grillið vel og setja sárið niður og grilla í u.þ.b. 3 mín. snúa svo sárinu upp og setja Dijon eða sætt sinnep yfir og láta það bráðna.
Æðislegt með kartöflusalati.