Öll fyrri met undankeppninnar um Íslandsmeistaratitilinn í pylsuáti fengu að lúta í lægra haldi fyrir árangri keppenda dagsins. Þeir Jón Maríuson, Kristján Árni Knútsson og Björn Andri Benediktson kláruðu allir 5 stk af Kjarnafæði pylsum í pylsubrauðum á innan við 3 mínútum. Bestum árangri náði Jón sem kláraði skammtinn á 2 mínútum og 36 sekúntum.
Það er því ljóst að eins og staðan er í dag eru allir þessir drengir að fara að keppa til úrslita á menningarnótt næstkomandi laugardag (18. ágúst) í garðinum á Dillon. Á morgun er þó síðasti dagur undanúrslita og enn séns fyrir þá keppendur að komast inn.