Yfirlitsmynd af sýningarsvæðinu á Matur-inn 2007 er komin á vefinn localfood.is. Sýningarsvæðið innan dyra er í tveimur sölum í VMA. Gólfplan (teikning) verður eftirleiðis reglulega uppfærð miðað við pantanir og niðurröðun.
Slóðina af teikningunni má finna á localfood.is eða fara beint á slóðina:
http://localfood.is/static/files/skjol/basauppstilling_vefur.pdf
Sýningarsvæði úti og inni
Sýningarsvæði innadyra er í Gryfjunni og nýjum fjölnotasal Verkmenntaskólans. Ennfremur verður sýningarsvæði utan dyra ef áhugi reynist fyrir hendi hjá sýnendum.
Félagar í Matur úr héraði - Local food munu á sýningunni kynna sínar áherslur í eyfirskri matarmenningu. Hugmyndin er einnig að bjóða upp á markaðstorg þar sem boðnar yrðu til sölu ýmsar vörur sem tengst geta þema matarþema sýningarinnar. Alveg upplagt að tryggja sér markaðsbás í tíma og selja t.d. ber, grænmeti, sultur, broddmjólk eða hvaðeina sem seljendum hugkvæmist að bjóða.
Bókið sýningarsvæði í tíma - fyrstur kemur fyrstur fær!
Tryggið ykkur þátttökurými í tíma. Fyrirspurnir eða óskir um sýningarsvæði eða nánari upplýsingar sendist til Ólínu Freysteinsdóttur, starfsmanns félagsins Matur úr héraði, á netfangið olina@unak.is.