11.01.2008
Það stóð mikið til við undirbúning á nýju auglýsingunum fyrir Kjarnafæði Pepperoni. Það þurfti að útvega og flytja kvikmyndatökubúnað og aðrar græjur fyrir auglýsingatökur. Kvikmyndagerðarfólkið kom að mestu erlendis frá, sem og frá Reykjavík og því þurfti að skipuleggja ferðir fram og aftur, gistingar og fæði. Svo fór að sjálfsögðu mestur tími í að breyta Íþróttahúsinu í Síðuskóla
í kvikmyndaver, setja upp sviðsmynd og kvikmyndatökubúnaðinn.
Lesa meira
09.01.2008
Nýr sölumaður, Jóhann Hansen, hefur tekið til starfa í Reykjavík. Jóhann mun sinna eftirfarandi Bónus verslunum: Hólagörðum, Skútuvogi, Faxafeni, Mosfellsbæ, Spöng, Ögurhvarfi og Kjörgarði. Síminn hjá Jóhanni er 460-7439/840-7439 og netfangið er johann@kjarnafaedi.is.
Lesa meira
05.01.2008
Nýja auglýsingin fyrir Kjarnafæði Pepperoni var sérlega umfangsmikil og líklega umfangsmesta auglýsing sem gerð hefur verið norðan heiða. Á meðan tökum stóð var mikið um að vera, enda þurfti að ljúka miklum og flóknum tökum á stuttum tíma. Tökurnar stóðu yfir 20-22 júní og var íþróttahúsinu við Síðuskóla breytt í kvikmyndaver á meðan á tökum stóð.
Lesa meira
31.12.2007
Á gamlárskvöld var frumsýnd ný og glæsileg auglýsing fyrir Kjarnafæði Pepperoni. Auglýsingin er kraftmikil, ögrandi orkusprengja - líkt og Kjarnafæði Pepperoni!
Lesa meira
14.12.2007
Sænska jólapylsan er uppseld hjá Kjarnafæði. Salan hefur farið langt fram úr áætlunum og fóru síðustu jólapylsurnar út á fimmtudaginn. En fólk þarf ekki að örvænta, Sænska jólapylsan er enn til í flestum verslunum, þótt hún seljist hratt upp.
Lesa meira
13.12.2007
Þessi frábæri grautur er löngum orðinn órjúfanlegur hluti af íslenskum jólum. Hann kemur upprunalega frá Danmörku, þrátt fyrir að nafnið vísi til Frakklands.
Lesa meira
12.12.2007
Þessar hafa slegið í gegn hjá starfsfólki Kjarnafæðis og verða vinsælustu jólasmákökurnar í ár. Uppskriftin er fengin af matseld.is
80 stk.
Lesa meira
12.12.2007
Skemmtilegur þáttur var sýndur á sjónvarpsstöðinni N4 um jólamatinn. Í þættinum er viðtal við Ólaf R. Ólafsson, sölustjóra Kjarnafæðis, um hangikjötsframleiðslu og Guðmund frá Mýri, eiganda Bautans, um eldun á veislumatnum.
Þáttinn má sjá á vefsíðu N4 eða smella hér.
Lesa meira
12.12.2007
Þjóðhátíðarréttur íslendinga. Ilmurinn af soðnu hangikjöti er ómótstæðilegur og ráðleggjum við öllum að nota alvöru hangikjöt, kofareykt eða taðreykt.
Lesa meira
11.12.2007
Það er siður í Skandínavíu að bjóða upp á góða kringlu á jólunum. Þennan sið hafa fleiri og fleiri tekið upp á Íslandi og borið fram ljúffenga jólakringlu í fjölskylduboðum milli jóla og nýárs.
Lesa meira