Emmur

Þessar hafa slegið í gegn hjá starfsfólki Kjarnafæðis og verða vinsælustu jólasmákökurnar í ár. Uppskriftin er fengin af matseld.is 80 stk. 

Þessar hafa slegið í gegn hjá starfsfólki Kjarnafæðis og verða vinsælustu jólasmákökurnar í ár. Uppskriftin er fengin af matseld.is
80 stk. 

5 dl   Púðursykur, þéttfullir 
450 g  Mjúkt smjör 
3 stk  Egg 
2 tsk  Vanillusykur 
2½ dl  Haframjöl 
7½ dl  Hveiti 
1 tsk  Matarsódi 
1 tsk  Lyftiduft 
1 tsk   Salt 
1 pund M&M kúlur = 1 poki 453,6 g 
2½ dl  Ljósir súkkulaðidropar 

  • Þeytið saman púðursykur og smjör þar til það er létt.
  • Bætið eggjum, vanillu og haframjöli út í og hrærið vel.
  • Blandið saman restinni af þurrefnunum og hrærið smám saman útí deigið.
  • Bætið að lokum m&m og súkkulaðidropum út í og blandið vel saman við. Kælið deigið smástund.
  • Setjið með teskeið á ósmurðar plötur og bakið við 200°C í um 8 mínútur. Látið standa í 2 mínútur áður en kökurnar eru teknar af plötunni.