17.12.2008
Það er hefð fyrir því
að íslendingar geri vel við sig í mat og drykk um jól og áramót. Mikið
er keypt inn af girnilegum matvælum sem tilreidd eru í eldhúsum
heimilanna fyrir jól og yfir hátíðar. Mikilvægt er að huga vel að
réttri meðferð matvæla, svo komast megi hjá því að sjúkdómsvaldandi
örverur spilli jólagleðinni. Inn á heimasíðu Matvælastofnunar má finna góð ráð til að tryggja örugg matvæli um jólin.
Sjá ráðin, smellið hér.
Lesa meira
17.12.2008
Sígilt meðlæti með hátíðarmat, þá sérstaklega reyktu kjöti. Við mælum með því að nota hrásykur fremur en hefðbundinn strásykur, hrásykurinn gefur mun betra bragð - og svo má gera lúxusútgáfu með því að nota rjóma í staðinn fyrir vatn, þá fá kartöflurnar dásamlegan karmellukeim.
Lesa meira
01.12.2008
Súrsæt sósa er afar bragðgóð og vinsæl, ekki síst hjá krökkum. Hentugt er að gera sósuna fyrirfram og eiga í ísskáp, þá er fljótlegt að steikja kjötbita/bollur ásamt góðu grænmeti og bæta svo sósunni út á. Til eru ótal útgáfur af henni en þessi uppskrift er fengin frá Kötlu.
Lesa meira
06.11.2008
Gamaldags íslenskt brauð sem einfalt er að baka. Ódýrt, hollt og gott.
Lesa meira
31.10.2008
Haustslátrun 2008
á dilkum er nú lokið, bæði á Blönduósi og Vopnafirði. Slátrun gekk mjög vel,
aukning varð á báðum stöðum og meðalfallþungi er umtalsvert meiri í ár en í
fyrra, eða ríflega 16 kg.
Lesa meira
29.10.2008
Allir þekkja hið fræga Kjarnafæði pepperoni,
enda margverðlaunað og einstakt pepperoni. Nú hefur Kjarnafæði líka sett á
markað kjötbúðing með pepperonibitum í. Pepperonibúðingurinn frá Kjarnafæði er
þrusugóður enda ekkert til sparað því Pepperonibúðingurinn inniheldur 25%
Kjarnafæði pepperoni og því bragðmikill og ljúffengur í senn.
Lesa meira
24.10.2008
Íslenska kokkalandsliðið náði
glæsilegum árangri á Ólympíumóti matreiðslumeistara í Erfurt í Þýskaland. Íslenska landsliðið gerði
sér lítið fyrir og tók inn tvö gull, annars vegar fyrir heita matinn og eitt
fyrir kalda borðið. Þar að auki hlaut landsliðið tvö silfurverðlaun fyrir kalda
borðið.
Lesa meira
08.10.2008
Jóhannes Steinn Jóhannesson varð í gær matreiðslumaður ársins. Úrslitakeppnin fór fram í Hótel og Veitingaskólanum í Kópavogi í gær, keppendur byrjuðu klukkan 08;00 og fyrstu skiluðu klukkan 13;00 og svo á 10 mín. fresti.
Lesa meira
02.10.2008
Frábær kaka í veislur, sérlega einföld og hægt að undirbúa með góðum fyrirvara. Notið einungis KEA skyr en ekki lélegar eftirlíkingar.
Lesa meira