Saltkjöt og baunir, túkall

Saltkjöt og baunir eru ómissandi á sprengidaginn en þessi ljúffengi og næringarríki réttur er auðvitað góður allt árið. Það er austfirskur siður að hafa túkall (soðhringi) með á sprengidaginn og mælum við eindregið með því. Soðhringirnir eru sérlega matarmiklir og góð uppfylling fyrir þá sem vilja ekki borða of mikið af kjöti í einni máltíð.

Uppskriftinni má svo auðveldlega breyta að þörf, ss. bæta beikoni, krydd eða fleiri grænmetistegundum út í, td. seljurót, steinseljurót eða blómkáli. Þá má auðvitað sleppa soðhringjunum.

Mælst er með að sjóða saltkjöt í um það bil klukkutíma við væga suðu. 

2,5 l  Vatn 
1 kg  Saltkjöt 
300 g  Gular hálfbaunir 
1 stk  Laukur, sneiddur
3-4 stk  Gulrætur, sneiddar 
1-2 stk  Gulrófur, í bitum  
4 stk  Kartöflur 
6 stk  Túkall 


Túkall (soðhringir) 

200 g  Rúgmjöl 
50 g  Heilhveiti 
2 dl  Sjóðandi vatn 

Gott er að byrja á soðhringjunum. Sjóðandi vatni er helt yfir rúgmjölið og hrærið saman. Heilhveiti er bætt smám saman við og hnoðað þykkt en meðfærilegt deig.

Skiptið deiginu og mótið sex kúlur. Fletjið þær út og gerið gat í miðjuna (á að líta út eins og kleinuhringur).

Gott er að láta soðhringina þorna svolítið áður en þeir fara í súpuna.

Látið baunirnar, saltkjötið og laukinn í vatnið og látið suðuna koma upp. Fleytið ofan af. Setjið soðhringina út í, einn í einu og passið að suðan komi upp á milli. (Sumir hafa þann sið að sjóða bara 1-2 bita af saltkjötinu með baununum og afganginn í sér potti til að halda saltmagninu niðri, en það er smekksatriði).

Látið malla í 30-40 mín. Bætið þá út í rótargrænmetinu og látið malla í aðrar 30-40 mín. Smakkið til.

Ef súpan ætlar að verða of þykk, bætið þá út í vatni en ef hún er of þunn, látið þá súpuna sjóða án loks síðustu mínúturnar. 

Soðhringirnir eru yfirleitt bornir fram á sér disk og smjör haft með þeim.

Verði ykkur að góðu!


Frekari upplýsingar: