Súrsæt sósa er afar bragðgóð og vinsæl, ekki síst hjá krökkum. Hentugt er að gera sósuna fyrirfram og eiga í ísskáp, þá er fljótlegt að steikja kjötbita/bollur ásamt góðu grænmeti og bæta svo sósunni út á. Til eru ótal útgáfur af henni en þessi uppskrift er fengin frá Kötlu.
Súrsæt sósa er afar bragðgóð og vinsæl, ekki síst hjá krökkum. Hentugt er að gera sósuna fyrirfram og eiga í ísskáp, þá er fljótlegt að steikja kjötbita/bollur ásamt góðu grænmeti og bæta svo sósunni út á. Til eru ótal útgáfur af henni en þessi uppskrift er fengin frá Kötlu.
1 msk |
Púðursykur |
2 msk |
Sojasósa |
2 msk |
Vínedik |
2 msk |
Kartöflumjöl |
1 msk |
Tómatkraftur |
100 g |
Ananaskurl |
2 dl |
Vatn |
- Setjið púðursykur, sojasósu, vínedik, ananaskurl, tómatkraft og 1 dl vatn í pott.
- Hleypið upp suðu.
- Hristið kartöflumjöl í 1 dl af köldu vatni og hellið út í pottinn í mjórri bunu, hrærið í á meðan.
- Látið sósuna þykkna áður en hún er tekin af hellunni.