Vefurinn lambakjot.is endurbættur

Nú hefur vefurinn www.lambakjot.is gengið í endurnýjun lífdaga. Er um að ræða nýja hönnun þar sem frískað hefur verið upp á útlitið auk þess sem efnið hans hefur verið aukið til muna. Á nýja vefnum er að finna tæplega 350 uppskriftir að fjölbreyttum réttum úr lambakjöti og meðlæti sem hentar því. Þar að auki er hægt að nálgast margvíslegan fróðleik um almenna meðhöndlun lambakjöts, um matreiðsluaðferðir og einstaka hluta þess. Sérstaklega er síðan fjallað um grillun og aðferðir við hana.
Lesa meira

Nýtt – Mexico pylsur

Kjarnafæði hefur sett á markað nýjar og frábærar grillpylsur ættaðar frá Mexico. Uppskriftin er fengin úr norðurhéruðum Mexico, þar sem menn kunna að framleiða alvöru grillmat. Mexico pyslurnar frá Kjarnafæði eru bragðmiklar og fremur sterkar – en þó ekki of.
Lesa meira

Kjarnafæði hefur ekki hækkað vöruverð

Kjarnafæði hefur ekki hækkað verð í vörulista sínum síðan í október 2007 og stefnt er að því að halda óbreyttum verðlista út apríl, jafnvel út maí og meta þá stöðuna í byrjun júní.
Lesa meira

Kjarnafæði fær vinnustaðakennslustyrk

Vinnustaðakennslustyrkir Samtaka Iðnaðarins voru afhentir í fyrsta sinn í gær. Sex fyrirtæki hlutu styrki sem nema rúmlega fjórum milljónum króna. Kjarnafæði var eitt þeirra.
Lesa meira

Nýtt – úrvals lambasneiðar

Kjarnafæði hefur hafið sölu á úrvals lambasneiðum í neytendapakkningum. Tvær tegundir eru í boði, 1.fl. lambalærissneiðar og t-beins lambakótelettur.   
Lesa meira

Nýtt - léttreykt kjúklingaálegg

Kjarnafæði hefur hafið sölu á nýrri áleggstegund, léttreykt kjúklingaálegg. Léttreykta kjúklingaáleggið frá Kjarnafæði er sérlega bragðgott álegg með mildu reykbragði, tilvalið á smurt brauð, í samlokur, pastarétti, eggjakökur o.fl.
Lesa meira

Sölufélag Austur Húnvetninga 100 ára

Það er ekki á hverjum degi sem fyrirtæki á Íslandi verða 100 ára, en í dag þann 26. febrúar eru nákvæmlega 100 ár liðin frá stofnun Sölufélags Austur Húnvetninga svf. Ekki verður annað sagt en að afmælisbarnið beri aldurinn vel og hafi braggast allnokkuð á liðnum áratugum.
Lesa meira

Öskudagur 2008

Fleiri hundruð krakka heimsóttu starfsstöðvar Kjarnafæðis á Akureyri og Svalbarðseyri í dag. Öskudagsbúningarnir voru alveg frábærir í ár og einnig voru söngvarnir skemmtilegir. Við þökkum öllum sem lögðu leið sína til okkar. Sjá myndir, smelltu hér.
Lesa meira

Þorrinn og íslensk matarmenning

Á blessuðum þorranum er siður að Íslendingar safnist saman og hámi í sig hefðbundinn íslenskan mat, sem hefur í seinni tíð fengið á sig samheitið ‘Þorramatur’. Þorramaturinn samanstendur af ýmsum þjóðlegum réttum en mest ber þó yfirleitt á súrmatnum enda nýmetið og slátur almennt fáanlegt á öllum árstímum.
Lesa meira

Auglýsingin fyrir Kjarnafæði Pepperoni

Sjáðu auglýsinguna fyrir Kjarnafæði pepperoni, smelltu hér.  
Lesa meira