Kjarnafæði hefur tekið í notkun nýja útgáfu af bókhaldskerfinu Ópusallt.Net. Ópusallt.Net er nýjasta útgáfa Ópusallt en að baki er ströng en markviss þriggja ára þróunarvinna sem hafði það að meginmarkmiði að nýta sér allt það nýjasta í hugbúnaðargerð en um leið að halda í alla þá góðu eiginleika sem Ópusallt er orðlagt fyrir. Nýja uppfærslan er töluvert frábrugðin þeirri eldri, mun þægilegri í viðmóti og gefur möguleika á betri yfirsýn yfir reksturinn. Það er Hugur/Ax sem þjónustar Kjarnafæði með Ópusallt.
Ópusallt er í notkun hjá yfir 700 fyrirtækjum í öllum atvinnugreinum og hefur verið í dreifingu hérlendis frá árinu 1983. Ópusallt uppfyllir þarfir fyrirtækja hvort sem um er að ræða innflutning, dreifingu, framleiðslu, verkbókhald, bókhaldsþjónustu eða handtölvulausnir svo fáein dæmi séu tekin. Hin nýja útgáfa Ópusallt er unnin í hinu svokallaða .NET umhverfi Microsoft sem tryggir að auðvelt er að tengjast öðrum forritum og að allt framtíðar viðhald og viðbætur verða auðveldari.