Lokakeppni Klúbbs matreiðslumeistara um titilinn Matreiðslumaður ársins 2007 fór fram á sýningunni Matur-inn í Verkmenntaskólanum á Akureyri í dag. Tilkynnt var síðdegis að dómnefnd hefði úrskurðað Þráinn Frey Vigfússon, matreiðslumann á Grillinu Hótel Sögu, sigurvegara keppninnar.
Lokakeppni Klúbbs matreiðslumeistara um titilinn Matreiðslumaður ársins 2007 fór fram á sýningunni Matur-inn í Verkmenntaskólanum á Akureyri í dag. Tilkynnt var síðdegis að dómnefnd hefði úrskurðað
Þráinn Frey Vigfússon, matreiðslumann á Grillinu Hótel Sögu, sigurvegara keppninnar.
Aðrir keppendur í úrslitakeppninni voru Ari Freyr Valdimarsson, Grillinu Hótel Sögu, Eyjólfur Gestur Ingólfsson, Iðjusölum, Þórarinn Eggertsson, Múlakaffi og Ægir Friðriksson, Grillinu Hótel Sögu.