Pylsupanna

Það virðast allir elska pylsur og þeir sem elska pylsur, elska þennan rétt.

Það virðast allir elska pylsur og þeir sem elska pylsur, elska þennan rétt.

500 g  Pylsur (gott er að blanda fleiri en einni tegund) 
6 stk  Soðnar kartöflur, skornar í bita 
2 stk  Epli, skorið í bita 
2 stk  Laukur, sneiddur 
2 sn  Beikon, skorið í litla bita 
2,5 dl  Rjómi 
1 msk  Soyasósa 
  Salt og pipar 

 

  • Steikið beikon og lauk á pönnu og bætið eplunum út í.
  • Síðan eru pylsur og kartöflur sett út í og þegar allt er vel heitt í gegn er rjómanum og soya bætt út í. Látið malla um stund.
  • Smakkið til með salt og pipar.
  • Tilvalið er að bera réttinn fram með steiktu eggi, rauðrófum og rúgbrauði.

Ath. auðvitað má nota matreiðlsurjóma í stað rjóma til að fækka hitaeiningunum - en mælum við þó frekar með að borða bara örlítið minni skammt og njóta alvöru bragðs.

Verði ykkur að góðu!


Frekari upplýsingar: