Hvað er Eyfirðingur?

Guðmundur og Arnar
Guðmundur og Arnar
Í Pylsuvagninum við Sundlaugina á Akureyri má finna rétt sem er kallaður 'Eyfirðingur' og hefur vakið mikla athygli. Eyfirðingur er pylsa með öllu og rauðkáli. Eyfirðingur hefur slegið í gegn og segja þeir Guðmundur og Arnar pylsusalar að þetta hafi vakið sérstaka athygli hjá ferðamönnum, sem ekki séu vanir þessari samsetningu. Hins vegar séu margir heimamenn sem þekki vel þennan sið frá árum áður og kunni vel að meta að hægt sé að fá Eyfirðing aftur, því allir séu sammála um að rauðkál sé punkturinn yfir i-ið þegar kemur að því að fá sér eina með öllu.

Í Pylsuvagninum við Sundlaugina á Akureyri má finna rétt sem er kallaður 'Eyfirðingur' og hefur vakið mikla athygli. Eyfirðingur er pylsa með öllu og rauðkáli. Eyfirðingur hefur slegið í gegn og segja þeir Guðmundur og Arnar pylsusalar að þetta hafi vakið sérstaka athygli hjá ferðamönnum, sem ekki séu vanir þessari samsetningu. Hins vegar séu margir heimamenn sem þekki vel þennan sið frá árum áður og kunni vel að meta að hægt sé að fá Eyfirðing aftur, því allir séu sammála um að rauðkál sé punkturinn yfir i-ið þegar kemur að því að fá sér eina með öllu.

Eyfirðingar hafa löngum verið sér á parti þegar kemur að því að fá sér pylsu í brauði og það á ekki bara við það að fyrir norðan sé talað um PYLSUR, fremur en PULSUR. Í Eyjafirði hefur verið sá siður svo lengi sem elstu menn muna að allt sé haft undir, þe. að allt meðlæti er sett í brauðið undir pylsuna. En ekki hefur það síður verið vörumerki Eyfirðinga að 'ein með öllu' sé líka með kokteilsósu, enda bragðgóð sósa þar á ferð og smellpassar við réttinn. Svo er það þessi skemmtilegi gamli siður að bæta við rauðkáli.

Um upphaf Eyfirðingsins skrifar Gísli Sigurgeirsson: 'Ef mig misminnir ekki, þá var það Yngvi í Hafnarbúðinni sem byrjaði með rauðkál á pylsurnar, líklega um miðjan sjöunda áratug síðustu aldar. Þá rak hann Shell-nesti, sem var gengt flugvellinum, í húsi því sem nú er skjól fyrir bílaleigu. Ég man að við krakkarnir gerðum okkur sérstaka ferð frameftir, til að fá rauðkál á pylsurnar, því önnur nesti buðu það ekki lengi vel. Ég held, að rauðkálsiðurinn hafi dottið út eftir að Yngvi hætti með nestið.'