Forseti Íslands sæmdi Harald Helgason verslunarmann á Akureyri heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu við hátíðlega athöfn á Bessastöðum á þjóðhátíðardaginn. Haraldur, sem er 87 ára hélt nú nýverið upp á 75 ára starfsafmæli sitt.
Við hátíðlega athöfn á Bessastöðum 17. júní 2008, sæmdi forseti Íslands ellefu Íslendinga heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu. Þeir eru:
1. Árný Erla Sveinbjörnsdóttir rannsóknarprófessor, Reykjavík, riddarakross fyrir störf í þágu jarðvísinda og rannsóknir á sögu veðurfars
2. Grétar Már Sigurðsson ráðuneytisstjóri, Kópavogi, stórriddarakross fyrir störf í opinbera þágu
3. Haraldur Helgason verslunarmaður, Akureyri, riddarakross fyrir störf að verslun
4. Helgi Björnsson rannsóknarprófessor, Reykjavík, riddarakross fyrir framlag til íslenskra og alþjóðlegra jöklarannsókna og vísindasamstarfs
5. Kjartan Sveinsson tónlistarmaður, Reykjavík, riddarakross fyrir nýsköpun í tónlist
6. Lovísa Einarsdóttir íþróttakennari, Garðabæ, riddarakross fyrir framlag til almenningsíþrótta
7. Ólafur Gaukur Þórhallsson tónlistarmaður, Reykjavík, riddarakross fyrir störf á vettvangi tónlistar og tónsmíða
8. Sigríður Ragnarsdóttir skólastjóri, Ísafirði, riddarakross fyrir störf að tónlistarmenntun
9. Svafa Grönfeldt rektor, Reykjavík, riddarakross fyrir störf í þágu atvinnulífs og háskólamenntunar
10. Þorsteinn Bergsson framkvæmdastjóri, Reykjavík, riddarakross fyrir störf í þágu minjaverndar og að varðveislu íslenskrar húsagerðar
11. Þuríður Rúrí Fannberg myndlistarmaður, Reykjavík, riddarakross fyrir framlag til íslenskrar og alþjóðlegrar myndlistar