08.04.2011
Út er komin skýrsla um skólamáltíðir á Norðurlöndum á vegum Norrænu nýsköpunarmiðstöðvarinnar, NICe. Skýrslan er afrakstur verkefnis sem unnið var í samstarfi allra Norðurlandanna og var stýrt af Samtökum iðnaðarins.
Lesa meira
05.04.2011
MATVÍS stendur fyrir opnu málþingi fagmanna og framleiðanda um þá gagnrýni sem hefur komið fram á mat í mötuneytum skólanna 6. apríl kl. 15:00 að Stórhöfða 31. Þar eru ásakanir um að fóður sé borið á borð en ekki fæða.
Lesa meira
09.03.2011
Fleiri hundruð krakka heimsóttu starfsstöðvar Kjarnafæðis á Akureyri og Svalbarðseyri í dag og hafa líklega aldrei verið fleiri. Öskudagsbúningarnir voru alveg frábærir í ár og ekki voru söngvarnir síður skemmtilegir. Við þökkum öllum sem lögðu leið sína til okkar.
Sjá myndir, smelltu hér.
Lesa meira
04.03.2011
Sprengidagurinn er á næsta leiti og þá er tími fyrir saltkjöt og baunir. Tíminn í kringum sprengidaginn er einn sá annasamasti hjá starfsmönnum Kjarnafæðis á árinu enda fáir Íslendingar sem láta þennan þjóðlega og skemmtilega sið framhjá sér fara.
Uppskrift af saltkjöti og baunum má finna hér.
Lesa meira
22.02.2011
Heimilisbúðingurinn frá Kjarnafæði hefur notið mikilla vinsælda alveg frá því að hann kom á markað 2006. Ástæðan er einföld: Heimilisbúðingurinn er góður en jafnframt ódýr matur.
Lesa meira
25.01.2008
Það er alltaf nóg um að vera hjá Kjarnafæði, um leið og einni törn er lokið tekur önnur við. Nú er jólavertíðin rétt af staðin og þá tekur Þorrinn bara við. Það er farið að styttast í Bóndadaginn og þá hefst þorramánuðurinn. En auðvitað vilja margir taka forskot á sæluna og gæða sér á hinu einstaka góðgæti sem þorramaturinn er, áður en vertíðin hefst formlega. Starfsmenn Kjarnafæðis hafa því síðustu daga verið á fullu við að skera og pakka þorramatnum.
Lesa meira
23.12.2010
Meistarakokkurinn Sverrir Þór lét okkur í té þessa frábæru uppskrift af hamborgarhrygg. Hryggurinn er sinneps- og kornflöguhjúpaður og borinn fram með eplasalati og sinnepssósu.
Lesa meira
24.12.2007
Á uppskriftavef Kjarnafæðis má finna margar uppskriftir af jólamatnum, bæði sígildum uppskriftum og líka öðrum sem eflaust munu festa sig í sessi á jólaborðum landsmanna. Skoðaðu td.
Hangikjöt með uppstúf
Sinneps- og kornflöguhjúpaður hamborgarhryggur
Hunangsgljáður hamborgarhryggur
Einiberjakryddað lambalæri
Sykurbrúnaðar kartöflur
Ris à l'amande
Jólagrautur að hætti mömmu
Lúsíubrauð
Jólakringla
Skyrkaka meistarans
Hátíðarís
Lesa meira
19.12.2010
Margrét Blöndal og Felix Bergsson í þættinum Bergsson og Blöndal á Rás 2 hafa í desember leitað að hinum eina sanna kjarna jólanna. Hlustendur gátu sent inn hugleiðingar eða góðar sögur um kjarna jólanna. Margar frábærar sögur komu en Margrét og Felix völu úr ólíkar sögur sem lýstu á skemmtilegan og hugljúfan hátt góðum íslenskum jólum. Vinningshafarnir hlutu síðan glæsilega matarkörfu frá Kjarnafæði að launum.
Lesa meira
18.12.2010
Hangikjöt er einkennismerki íslenskra jóla. Kjötið er þó misjafnt eftir því hver reykir það og hve lengi. Þá eru til tvær mjög mismunandi gerðir af reyktu kjöti, reykt og tvíreykt [húskarla]. Eðvald Sveinn Valgarðsson, gæðastjóri hjá Kjarnafæði á Akureyri, þekki muninn á þessu tvennu. 'Munurinn er í raun mjög einfaldur. Þegar kjöt er tvíreykt er tíminn í reykofninum um það bil tvöfaldaður miðað við venjulega reykingu,' útskýrir Eðvald, sem segir þó misjafnt eftir reykofnum hve langan tíma reykingin taki. Meðan kjötið sé fullreykt eftir sólarhring í einum ofni taki það annan ofn tvo sólarhringa að reykja kjöt til fullnustu.
Lesa meira