Það er alltaf nóg um að vera hjá Kjarnafæði, um leið og einni törn er lokið tekur önnur við. Nú er jólavertíðin rétt af staðin og þá tekur Þorrinn bara við. Það er farið að styttast í Bóndadaginn og þá hefst þorramánuðurinn. En auðvitað vilja margir taka forskot á sæluna og gæða sér á hinu einstaka góðgæti sem þorramaturinn er, áður en vertíðin hefst formlega. Starfsmenn Kjarnafæðis hafa því síðustu daga verið á fullu við að skera og pakka þorramatnum.
Undirbúningurinn við þorramatinn hefst þó löngu fyrr, eða í ágúst. Í ágúst er farið að laga og leggja matinn í súr. Síðan þá þarf að skipta um mysu reglulega, enda er einungis notast við ekta skyrmysu. Það hafa alltaf gilt strangar reglur hjá Kjarnafæði um framleiðslu og meðhöndlun á þorramatnum, hann skal vera ekta, gerður samkvæmt aldargömlum hefðum og ekkert til sparað. Þessi vandaða meðferð gerir það að verkum að þorramaturinn frá Kjarnafæði hefur löngum þótt einstakur, bæði í bragði og að gæðum. Birna Gunnlaugsdóttir og Helga Harðardóttir súrmatssérfræðingar og Helgi Jóhannsson kjötmeistari Íslands sjá um gerð súrmatsins hjá Kjarnafæði.
Mörg fyrirtæki, sem og einstaklingar lögðu inn pöntun á þorramat þegar fyrir jól, enda betra að tryggja sér hann í tíma þar sem um takmarkað framboð er að ræða.