Veðurguðirnir léku við mannfjöldann sem safnaðist saman í dag á hinu fagurgræna Ráðhústorgi, þar sem pylsur voru grillaðar og ljúfir tónar leiknir. Bæjarbúar voru hvattir til að mæta með sumarleg teppi til þess að leggja á nýtyrft torgið, þiggja pylsur frá Kjarnafæði og pylsubrauð frá Kristjánsbakarí eða mæta með eigin hádegisverðarpakka.
Útvarpsstöðin Voice sá um notalega tónlist sem hæfir stemningunni. Samleikur, hópur fólks í skapandi sumarstörfum, verður á svæðinu og mun án efa gleðja gesti torgsins með skemmtilegum uppákomum og upplifunum.
Mikið líf og fjör hefur verið á Ráðhústorginu síðustu daga. Í gær var torgið tyrft, og voru hátt í 400 fermetrum af gæðaþökum lagðar á torgið. Danskur danshópur steig léttan dans í veðurblíðunni í gær, við undirspil lifandi tónlistar, og vakti uppákoman mikla hrifningu áhorfenda.