Jóhannes matreiðslumaður ársins í annað sinn

Í dag voru tilkynnt úrslit í keppninni Matreiðslumaður ársins 2009 sem haldin var í um helgina á Sýningunni Ferðalög og frístundir, sem nú stendur í Laugardalshöll.  Það var Jóhannes Steinn Jóhannesson hjá veitingastaðnum VOX sem hreppti fyrsta sætið, annað árið í röð. Í öðru sæti var Þórarinn Eggertsson hjá Orange og í þriðja sæti var Rúnar Þór Larsen hjá veitingastaðnum Bryggargatan í Svíþjóð.  

Í dag voru tilkynnt úrslit í keppninni Matreiðslumaður ársins 2009 sem haldin var í um helgina á Sýningunni Ferðalög og frístundir, sem nú stendur í Laugardalshöll.  Það var Jóhannes Steinn Jóhannesson hjá veitingastaðnum VOX sem hreppti fyrsta sætið, annað árið í röð. Í öðru sæti var Þórarinn Eggertsson hjá Orange og í þriðja sæti var Rúnar Þór Larsen hjá veitingastaðnum Bryggargatan í Svíþjóð.

 

Aðalréttur matreiðslumeistarana var eldaður úr hrossalund og nautaflatsteik frá Kjarnafæði og leystu allir keppendur það á einstaklega smekklegan hátt. Kjarnafæði óskar Jóhannesi og öðrum verðlaunahöfum innilega til hamingju. 

Nánari upplýsingar um keppnina og fleiri myndir má finna inn á freisting.is