08.02.2016
Setjið kjötið í pott með 2,5 L af vatni og sjóðið við vægan hita í 60-75 mín. Hitið olíu í öðrum potti og kraumið beikon og lauk í 2 mín. Bætið þá baunum og vatni í pottinn og sjóðið við vægan hita í 30 mín. Hrærið í pottinum reglulega. Bætið þá 1-2 kjötbitum í súpupottinn og sjóðið í 30 mín í viðbót.
Lesa meira
03.02.2016
Bankið kótiletturnar lítillega með buffhamri. Veltið kótilettunum fyrst upp úr hveiti. Pískið saman mjólk og eggjum og veltið síðan kótilettunum upp úr eggjablöndunni og síðast upp úr raspinu. Hitið smjörið á pönnu og steikið kótiletturnar við töluverðan hita í 3-4 mín á hvorri hlið eða þar til þær verða gullinbrúnar. Kryddið með salti og pipar.
Lesa meira
03.02.2016
Skerið sitthvorumegin við hryggsúluna niður að rifbeinum á hryggnum. Þrýstið kryddurtunum niður með hryggsúlunni beggja vegna. Kryddið hrygginn með salti og pipar. Færið hrygginn í ofnskúffu og bakið í ofni við 180°C í 50 mín. Hellið þá víninu yfir hrygginn og leggið tómatana og hvítlaukinn ofan á kryddjurtirnar. Bakið í 10 mín í viðbót.
Lesa meira
19.01.2016
Kryddið lundirnar með salti og pipar og seikið í 2 msk af olíu á vel heitri pönnu í 2 mín eða þar til lundirnar eru fallega brúnaðar. Færið þá lundirnar í ofnskúffu og bakið við 180°C í 2-3 mín. Hitið 2 msk af olíu á vokpönnu eða potti og kraumið avokadó og tómata í 1 mín.
Lesa meira
13.01.2016
Skolið kjötið í köldu vatni og setjið í pott. Hellið köldu vatni yfir kjötið þannig að rétt fljóti yfir það. Hleypið upp suðu. Veiðið fitu og sora ofan af þegar suðan kemur upp. Bætið salti og lambakrafti í pottinn og sjóðið við vægan hita í 60 mín. Kraumið laukinn í olíu í potti í 2 mín. Bætið þá karrí í pottinn og látið krauma í 1 mín. Hellið 5 dl af lambasoði í pottinn náið upp suðu og þykkið með sósujafnara, hrærið vel í á meðan. Berið fram soðnum hrísgrjónum og kartöflum.
Lesa meira
06.01.2016
Hálffrystið hangikjötið og skerið í þunnar sneiðar. Setjið rjómaost, sesamfræ, sítrónusafa og pipar í skál og blandið vel saman. Kreystið vatnið af matarlímsblöðunum og bræðið yfir vatnsbaði. Hellið matarlíminu út í rjómaostinn og hrærið vel saman. Leggið kjötsneiðarnar á álpappír þannig að þær myndi 20 x 20 cm ferning.
Lesa meira
21.12.2015
Skerið allt kjötið af beinunum og bindið upp í rúllu, sjá Kjarnafæði eldhúsið á INN eða á www.kjarnafaedi.is . Setjið rúlluna í steikarapott. Hitið olíu í potti og kraumið skallottulauk, sveppi og rauðrófur í 3 mín. Bætið þá tómatmauki, balsamikediki og rauðvíni í pottinn og hleypið suðunni upp. Hellið úr pottinum í steikarapottinn. Þá er timjani, lárviðarlaufum og lambasoði bætt í pottinn og kryddað með pipar. Leggið lok á steikarpottinn og færið í 160 °C heitan ofn í 60 mín.
Lesa meira
21.12.2015
Kryddið lærið með pipar. Setjið helminginn af rósmarín og timjan í eldfast mót. Leggið lærið ofan á og setjið restina af kryddunum yfir. Leggið lok á mótið eða alpappír yfir. Bakið við 60°C Í 18 klst. Takið þá lærið úr ofninum og hækkið ofninn í 220°C. Spreyið lærið með smjörspreyi og saltið. Bakið án loks í 10 mín eða þar til lærið er fallega brúnað.
Lesa meira