Grillað lambaprime með BBQ Blues sósu

Setjið allt í skál nema bbq sósuna og blandið vel saman. Grillið fyrst við mikinn hita í 3-4 mín eða þar til kjötið er fallega brúnað. Lækkið þá hitann eða hækkið grindina og grillið í 8-10 mín í viðbót. Penslið kjötið með bbq sósunni öðru hverju síðustu 3-4 mínúturnar. Berið kjötið fram með restinni af sósunni og t.d. grilluðum kartöflum, grænmeti og salati.
Lesa meira

Grillaðar lambalundir með paprikusalsa

Spreyið paprikurnar með smjörspreyi og grillið við mikinn hita í 5-7 mín eða þar til paprikurnar eru orðnar alveg svartar. Setjið þá paprikurnar í plastpoka í 5 mín. Skolið þá allt brennda hýðið af undir köldu rennandi vatni. Kjarnhreinsið paprikurnar og skerið í sneiðar. Hitið 2 msk af olíu á pönnu og kraumið laukinn í 2 mín án þess að brúna. Bætið þá restinni sem er í uppskriftinni á pönnuna og kraumið í 2 mín. Berið lundirnar fram með paprikusalsanu og t.d. grilluðum kartöflum, grænmeti og salati.
Lesa meira

Kryddlegið og grillað lambaprime (lambaframfille) með kryddjurtasósu, grilluðu grænmeti og kartöflum

Kryddlegið og grillað lambaprime (lambaframfille) með kryddjurtasósu, grilluðu grænmeti og kartöflum. Uppskrift þessi kemur fram í
Lesa meira

Grillað lambafille með kryddjurta-jógúrtsósu

Setjið allt nema salt í skál og geymið í kæli í 2-24 klst. Strjúkið þá það mesta af olíunni af kjötinu og geymið. Grillið á milliheitu grilli í 10-12 mín. Snúið kjötinu reglulega og penslið það með restinni af olíunni á meðan grillað er og saltið að lokum.
Lesa meira

Röng prentun á hangiáleggi

Þann 29.06.2016 var hluti af Hangiáleggi frá Kjarnafæði merkt vitlaust og biðjumst við afsökunar á því. Í stað þess að stimpla inn vörunúmerið á hangiálegginu var stimplað inn vörunúmer á sterku pepperoni og innihaldslýsingin á því við þá vöru. Sem betur fer var þetta ekki mikið magn en Kjarnafæði hefur um leið farið í aðgerðir til að koma í veg fyrir að svona lagað gerist aftur.
Lesa meira

Lokum 15:30 í dag 22. júní

Kæri viðskiptavinur, Við eins og svo margir aðrir íslendingar viljum njóta þess að styðja strákana okkar í Frakklandi þegar þeir spila úrslitaleik í riðlinum gegn Austurríki um það hvort þeir komist áfram í 16 liða úrslit.
Lesa meira

Marokósk ættaður lambapottréttur með kanil og broddkúmen í tómatsósu

Blandið öllum kryddum og salti saman og veltið lambagúllasinu upp úr kryddblöndunni. Steikið kjötið í olíu á stórri hárri pönnu við mikinn hita í 4-5 mín eða þar til kjötið er brúnað. Bætið þá hvítlauknum, lauknum, gulrótunum, selleríi og papriku á pönnuna og steikið í 3 mín í viðbót. Bætið þá niðursoðnum tómötum og tómatpurre á pönnuna og sjóðið við vægan hita í 55-60 mín.
Lesa meira

Thelma hlaut silfurverðlaun

Lesa meira

Kjarnafæði afhenti SKB 1,5 milljóna styrk

Lesa meira

Léttsteikt lambafille með sitakesveppum

Skerið ½ cm djúpa tígla ofan í fituna. Kryddið með salti og pipar. Steikið fillein í 2 msk af olíu í 5-6 mín eða þar til kjötið er vel brúnað á öllum hliðum. Takið þá kjötið af pönnunni og setjið í eldfast mót. Bætið 2 msk of olíu á sömu pönnu og steikið sveppi, lauk og hvítlauk í 3 mín. Kryddið með salti og pipar. Þá er steinselju og hvítvíni bætt á pönnuna og vínið soðið niður um ¾.
Lesa meira