Léttsteikt lambafille með sitakesveppum

Skerið ½ cm djúpa tígla ofan í fituna. Kryddið með salti og pipar. Steikið fillein í 2 msk af olíu í 5-6 mín eða þar til kjötið er vel brúnað á öllum hliðum. Takið þá kjötið af pönnunni og setjið í eldfast mót. Bætið 2 msk of olíu á sömu pönnu og steikið sveppi, lauk og hvítlauk í 3 mín. Kryddið með salti og pipar. Þá er steinselju og hvítvíni bætt á pönnuna og vínið soðið niður um ¾.

Fyrir 4

  • 2 msk olía
  • 4 x 200 g lambafille með fitu
  • Salt og nýmalaður pipar
  • 2 msk olía
  • 200 g sitakesveppir
  • 1 laukur, skorin í sneiðar
  • 1 hvítlauksgeiri, smátt saxaður
  • 1 búnt steinselja, gróft söxuð
  • 2 dl hvítvín eða vatn
  • 1 tsk fínt rifinn sítrónubörkur, ysta lagið
  • 1 tsk sítrónusafi
  • 30 g kalt smjör í teningum

Aðferð:

Skerið ½ cm djúpa tígla ofan í fituna. Kryddið með salti og pipar. Steikið fillein í 2 msk af olíu í 5-6 mín eða þar til kjötið er vel brúnað á öllum hliðum. Takið þá kjötið af pönnunni og setjið í eldfast mót. Bætið 2 msk of olíu á sömu pönnu og steikið sveppi, lauk og hvítlauk í 3 mín. Kryddið með salti og pipar. Þá er steinselju og hvítvíni bætt á pönnuna og vínið soðið niður um ¾ . Takið þá pönnuna af hitanum og bætið sítrónusafa, berki og smjöri á pönnuna og hrærið þar til smjörið hefur bráðnað. Smakkið til með salti og pipar. Færið kjötið í 180 °C heitan ofn í 4 mín. Takið þá kjötið úr ofninum í 4 mín. Endurtakið þar til kjötið hefur verið allt í allt í 12 mín í ofninum. Berið kjötið fram með sveppunum og t.d. steiktu grænmeti og kartöflum.

 
Verði ykkur að góðu!
 
Frekari upplýsingar: