Kjarnafæði afhenti SKB 1,5 milljóna styrk

Andrés Vilhjálmsson og Gréta Ingþórsdóttir
Andrés Vilhjálmsson og Gréta Ingþórsdóttir
Kjarnafæði afhenti með stolti í gær rúmmlega eina og hálfa milljón til Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna en það er upphæðin sem safnaðist í landssöfnun í þættinum Geðveikum jólum sem sýndur var í lok síðasta árs á Rúv.
 
Kjarnafæði er afar stolt af því að hafa valið þetta góða málefni og náð að safna mest allra í sögu þáttanna og viljum við þakka landsmönnum öllum sem og þeim fyrirtækjum sem studdu við söfnunina og lagið okkar góða Vetrarsól.
 
Það var Gréta Ingþórsdóttir framkvæmdastjóri SKB sem tók við ávísuninni úr höndum Andrésar Vilhjálmssonar sem afhenti hana fyrir hönd Kjarnafæðis.