20.12.2018
Starfsfólk Kjarnafæðis óskar landsmönnum öllum gleðilegra jóla með von um að allir hafi það sem best um hátíðarnar og njóti farsældar á komandi ári! Við þökkum fyrir samstarfið, samvinnuna og viðskiptin á árinu sem er að líða og vonum að það haldi áfram á því næsta.
Lesa meira
23.08.2018
Eigendur Kjarnafæðis og Norðlenska hafa komist að samkomulagi um að hefja viðræður um samruna félaganna. Kjarnafæði er í eigu bræðranna Eiðs og Hreins Gunnlaugssona, en Norðlenska er í eigu Búsældar, sem aftur er í eigu um 500 bænda.
Lesa meira
13.04.2018
Kjarnafæði endurnýjaði á dögunum samstarfssamning sinn við Klúbb matreiðslumanna og Kokkalandsliðið í tilefni af aðalfundi KM sem haldin var á Siglufirði. Kjarnafæði hefur í 11 ár verið stoltur samstarfsaðili þeirra og heldur nú áfram næstu þrjú árin að styðja við bakið á íslenskri matargerð í hæsta gæðaflokki.
Lesa meira
25.01.2018
Nýr sölumaður stóreldhúsa á höfuðborgarsvæðinu og nágrenni, Karl Ómar Jónsson hefur tekið til starfa hjá okkur í Kjarnafæði. Karl hefur áratuga reynslu í faginu og viljum við bjóða hann hjartanlega velkominn til starfa. Ef þú vilt hafa samband við Kalla þá er hann með netfangið karlomar@kjarnafaedi.is og síminn hjá honum er 660-2194.
Lesa meira
10.01.2018
Hér fyrir neðan má sjá Sous Vide töflu sem ætti að vera ágætur leiðarvísir fyrir byrjendur en það eru auðvitað skiptar skoðanir um hvað skal teljast rétt hitastig og hvaða tími hentar best.
Lesa meira
10.01.2018
Hér getur þú fundið allt það helsta sem þú þarft að vita um Sous Vide og hvernig bera sig skal að við þessa hægeldun.
Lesa meira
25.09.2017
Klúbbur matreiðslumeistara sem Kjarnafæði er samastarfsaðili að hélt glæsilega keppni um Kokk ársins 2017 í síðustu viku sem endaði með úrslitakeppni á laugardaginn. Eftir harða og mikla keppni þar sem bestu kokkar landsins mættust voru það aðeins fimm af þeim bestu sem elduðu á laugardaginn.
Lesa meira