Hér á eftir fer uppskrift að ljúffengri Smalaböku frá Geraldi Häsler. Þar notar hann lambahakk frá okkur í Kjarnafæði en auðvitað má einnig nota nautgripahakk. Við skorum þó á þig að nota lambahakk þar sem diskurinn heitir eftir Shepherd's pie sem er svo sannarlega ekki slík nema að notað sé lambahakk.
Hráefni:
Aðferð
Ofninn hitaður í 180 gráður.
Olíu sett á pönnu. Saxaður laukur, gulrætur og hvítlaukur steikt á pönnu í 2-3 mín.
Lambahakkinu bætt við og brúnað, mikilvægt að veiða fituna úr hakkinu frá. Þá er tómatpúrrunni bætt við ásamt Worchestershire sósunni og steikt áfram í 2 min. Nautasoðinu bætt út í, lokið sett á án þess þó að loka alveg. Sjóðið undir vægum hita í 40 min.
Sjóðið kartöflurnar, hellið svo vatninu frá og bætið smjöri og mjólk saman við.
Þegar lambahakkið er klárt er það sett í miðlungsstórt eldfast mót. Kartöflumúsin sett yfir, gaffall nýttur til að gera mynstur og svo inn í ofninn í 20-25 mín.
Meðlæti
Borið fram með baunum (peas) eða strengjabaunum og ef það er afgangur af kartöflumúsinni er hægt að bera hana fram með bökunni. Einnig er hægt að nýta afganginn af soðinu til þess að útbúa sósu. Afgangurinn af soðinu er þá settur í pott, ásamt ½ tening að nautakrafti, salt, pipar, örlítilli tómatpúrru ásamt örlitlum rjóma. Þykkja svo eftir þörfum.
Uppskrift: Gerald Häsler