Fyrir 4
800 g lambaprime
½ dl olía
1 msk timjanlauf
1 msk rósmarínnálar, smátt saxaðar
1 msk basil, gróft saxað
2 msk villihvítlaukur, smátt saxaður eða 2 hvítlauksgeirar, smátt saxaðir
1 tsk nýmalaður pipar
1 ½ tsk salt flögur
Setjið allt nema salt í skál og blandið vel saman. Geymið í kæli í 2-24 klst. Strjúkið þá það mesta af kryddleginum af kjötinu og geymið þar til síðar. Grillið við mikinn hita í 3-4 mín eða þar til kjötið er orðið fallega brúnað á öllum hliðum. Lækkið þá hitann eða hækkið grillgrindina og grillið í 3-4 mín í viðbót. Penslið kjötið reglulega á meðan grillað er með restinni af kryddolíunni. Saltið í restina.
Kryddjurtasósa
1 dl sýrður rjómi
1 dl Ab mjólk
1 dl mæjones
1 tsk timjanlauf
1 tsk rósmarínnálar
1 msk basillauf
2 msk villihvítlaukur eða 1 hvítlauksgeiri
1 msk sítrónusafi
1 msk hunang eða hlynsíróp
Salt og nýmalaður pipar
Allt sett í matvinnsluvél og maukað vel.
Skerið kjötið í fallega bita og berið fram með sósunni og t.d. grilluðu grænmeti og kartöflum.