Hitið 2 msk af olíu á pönnu og steikið lamba-framfille í 4-5 mín eða þar til það er vel brúnað á öllum hliðum. Kryddið með salti og pipar. Takið þá kjötið af pönnunni og setjið í eldfast mót. Bætið 2 msk af olíu á sömu pönnu og steikið laukinn í 1 mín án þess að brúna hann. Bætið þá sólberjasultu, sykri, balsamik ediki, púrtvíni, timjani og lárviðarlaufi á pönnuna og sjóðið niður um ¾ .
Fyrir 4
Hjúpur:
Aðferð:
Hitið 2 msk af olíu á pönnu og steikið lamba-framfille í 4-5 mín eða þar til það er vel brúnað á öllum hliðum. Kryddið með salti og pipar. Takið þá kjötið af pönnunni og setjið í eldfast mót. Bætið 2 msk af olíu á sömu pönnu og steikið laukinn í 1 mín án þess að brúna hann. Bætið þá sólberjasultu, sykri, balsamik ediki, púrtvíni, timjani og lárviðarlaufi á pönnuna og sjóðið niður um ¾ . Þá er lambasoði bætt á pönnuna og soðið niður um ¼ . Takið þá pönnuna af hellunni og bætið smjörinu saman við. Hrærið þar til smjörið hefur bráðnað. Smakkið til með salti og pipar. Færið kjötið í 180°C heitan ofn í 3 mín. Takið þá kjötið úr ofninum í 3 mín. Endurtakið þar til kjötið er búið að vera í 9 mín í ofninum þá ætti kjötið að vera meðalsteikt. Látið kjötið standa í 5-7 mín í eldfasta mótinu. Veltið þá kjötinu uppúr kjötsafanum í eldfasta mótinu og síðan upp úr hjúpnum. Berið lamba-framfilleið fram með sólberjasósunni og t.d. nípumauki, steiktu grænmeti og kartöflum.