Skerið alla fitu af lambalærinu. Skerið ½ cm tígla ofaní kjötið og setjið það í eldfast mót. Setjið allt annað hráefni í matvinnsluvél og maukið vel. Hellið maukinu yfir lambalærið og hyljið vel með plastfilmu. Geymið í kæli yfir nótt. Steikið lærið í ofni við 120°C í 2 ½-3 klst. Skafið þá allt jógúrtið úr ofnskúffunni og dreifið jafnt yfir lærið.
Fyrir 5-7
Aðferð:
Skerið alla fitu af lambalærinu. Skerið ½ cm tígla ofaní kjötið og setjið það í eldfast mót. Setjið allt annað hráefni í matvinnsluvél og maukið vel. Hellið maukinu yfir lambalærið og hyljið vel með plastfilmu. Geymið í kæli yfir nótt.
Steikið lærið í ofni við 120°C í 2 ½-3 klst. Skafið þá allt jógúrtið úr ofnskúffunni og dreifið jafnt yfir lærið.
Skraut:
Hækkið hitann á ofninum í 190 °C. Skreytið lærið með kanilstöngum, rúsínum, möndlum og kardimommum og bakið í 10 mín í viðbót. Tínið kanilstangir og kardimommur af lærinu og hendið.
Berið lærið fram með t.d. hrísgrjónum og grænmeti.