Kjöt í karrí á tvo vegu

Skolið kjötið í köldu vatni og setjið í pott. Hellið köldu vatni yfir kjötið þannig að rétt fljóti yfir það. Hleypið upp suðu. Veiðið fitu og sora ofan af þegar suðan kemur upp. Bætið salti og lambakrafti í pottinn og sjóðið við vægan hita í 60 mín. Kraumið laukinn í olíu í potti í 2 mín. Bætið þá karrí í pottinn og látið krauma í 1 mín. Hellið 5 dl af lambasoði í pottinn náið upp suðu og þykkið með sósujafnara, hrærið vel í á meðan. Berið fram soðnum hrísgrjónum og kartöflum.

Kjöt í karrí 1

Fyrir 4-61 kg lambasúpukjöt

  • 1 kg lambasúpukjöt
  • Vatn þannig að það fljóti yfir kjötið
  • 1-1 ½  tsk salt
  • 1 msk lambakraftur, má sleppa
  • 2 msk olía
  • 1-2 laukar, smátt saxaðir
  • 1 ½ tsk milt karrí
  • Sósujafnari
Aðferð:

Skolið kjötið í köldu vatni og setjið í pott. Hellið köldu vatni yfir kjötið þannig að rétt fljóti yfir það. Hleypið upp suðu. Veiðið fitu og sora ofan af þegar suðan kemur upp. Bætið salti og lambakrafti í pottinn og sjóðið við vægan hita í 60 mín. Kraumið laukinn í olíu í potti í 2 mín. Bætið þá karrí í pottinn og látið krauma í 1 mín. Hellið 5 dl af lambasoði í pottinn náið upp suðu og þykkið með sósujafnara, hrærið vel í á meðan. Berið fram soðnum hrísgrjónum og kartöflum.
 
 

Kjöt í karrí 2 með kókosmjólk og lime

Fyrir 4-6

  • 1 kg lambasúpukjöt
  • Vatn þannig að það fljóti yfir kjötið
  • 1-1 ½ tsk salt
  • 1 msk lambakraftur, má sleppa
Kókoskarrísósa með lime
 
  • 2 msk olía
  • 1 laukur, skorinn í bita
  • 300-400 g blandað grænmeti t.d.
  • 1 gulrót, skorin í bita
  • ½ rauð paprika, skorin í bita
  • ½ gul paprika, skorin í bita
  • 8 dvergmaís
  • 12 snjóbaunir
  • 1 msk engifer, smátt saxað
  • 1/3 chilli, frælaus og smátt saxaður
  • 3 hvítlauksgeirar, smátt saxaðir
  • 2 tsk grænt tælenskt karrí
  • 2 dl lambasoð
  • 2 dl kókosmjólk
  • 2 dl mjólk eða rjómi
  • Sósujafnari
  • Fínt rifinn börkur af 4 lime
  • Safinn af 3 lime
  • 2-3 msk hlynsíróp
  • 4 msk koriander, smátt saxað
  • Salt
Aðferð:
 
Hitið olíu í potti og kraumið laukinn, allt grænmetið, hvítlaukinn, engifer, chilli og grænt karrí í 2 mín. Bætið þá lambasoði, kókosmjólk og rjóma í pottinn og látið sjóða í 3 mín. Þykkið með sósujafnara. Að lokum er sírópi, limeberki og –safa  bætt út í og smakkað til með salti. Stráið kóriander yfir að lokum. Berið fram með hrísgrjónum.

 

Verði ykkur að góðu!
 
Frekari upplýsingar: