Meðlæti

Sykurbrúnaðar kartöflur

Sígilt meðlæti með hátíðarmat, þá sérstaklega reyktu kjöti.  Við mælum með því að nota hrásykur fremur en hefðbundinn strásykur, hrásykurinn gefur mun betra bragð - og svo má gera lúxusútgáfu með því að nota rjóma í staðinn fyrir vatn, þá fá kartöflurnar dásamlegan karmellukeim.
Lesa meira

Súrsæt sósa

Súrsæt sósa er afar bragðgóð og vinsæl, ekki síst hjá krökkum. Hentugt er að gera sósuna fyrirfram og eiga í ísskáp, þá er fljótlegt að steikja kjötbita/bollur ásamt góðu grænmeti og bæta svo sósunni út á. Til eru ótal útgáfur af henni en þessi uppskrift er fengin frá Kötlu.
Lesa meira

Bóndabrauð

Gamaldags íslenskt brauð sem einfalt er að baka. Ódýrt, hollt og gott.
Lesa meira

Lúsíubrauð

Þann 13. desember er mikið um dýrðir í Svíaríki. Þá ganga hvítklæddar stúlkur og rauðklæddir drengir um í fylkingum með ljós í hönd og knýja dyra á sænskum heimilum, syngja lúsíusöngva og fá að launum piparkökur og svokölluð lúsíubrauð, sem bera keim af hinu dýrmæta safrani.
Lesa meira

Fylltur laukur með hrísgrjónum og steinselju

Flott meðlæti sem einfalt er að matreiða. Smellpassar með flestum kjötréttum. Fyrir 4
Lesa meira

Skonrokk

Sígilt rúgsigtibrauð. Áður fyrr var brauð úr rúgsigtimjöli oft bakað til hátíðarbrigða, á meðan brauð úr hefðbundnu rúgmjöli var hversdagsmatur. Skonrokk þýðir einfaldlega 'fallegt rúg'.
Lesa meira

Fetasalat

Einfalt gott salat sem hentar sérstaklega vel með grillkjöti.
Lesa meira