Hægeldað lambalæri með bernaisesósu

Kryddið lærið með pipar. Setjið helminginn af rósmarín og timjan í eldfast mót. Leggið lærið ofan á og setjið restina af kryddunum yfir. Leggið lok á mótið eða alpappír yfir. Bakið við 60°C Í 18 klst. Takið þá lærið úr ofninum og hækkið ofninn í 220°C. Spreyið lærið með smjörspreyi og saltið. Bakið án loks í 10 mín eða þar til lærið er fallega brúnað.

Fyrir 5-6: 

  • 1 lambalæri án lykilbeins
  • 1 tsk nýmalaður pipar
  • 10 greinar rósmarín
  • 10 greinar timjan
  • 1 ½  tsk salt
  • Smjör- eða olíusprey

Kryddið lærið með pipar. Setjið helminginn af rósmarín og timjan í eldfast mót. Leggið lærið ofan á og setjið restina af kryddunum yfir. Leggið lok á mótið eða alpappír yfir. Bakið við 60°C Í 18 klst. Takið þá lærið úr ofninum og hækkið ofninn í 220°C. Spreyið lærið með smjörspreyi og saltið. Bakið án loks í 10 mín eða þar til lærið er fallega brúnað. 

Berið lærið fram með bernaisesósu og t.d. steiktum krumpukartöflum og bökuðu rótar grænmeti.

Bernaisesósa

  • 1 msk bráðið smjör
  • 1 msk fínnt saxaður laukur
  • 1-2 msk ekstragon, smátt saxað
  • 2-3 msk bernaise essens
  • 4 eggjarauður
  • 400 g bráðið smjör
  • 2-3 dropar worcestershiresósa
  • ¾ tsk nautakjötkraftur
  • Salt og pipar
Aðferð:
 
Hitið 1 msk smjör í potti og kraumið laukinn í 1 mín án þess að brúna. Bætið þá ekstragoni og bernaise essens í pottinn og sjóðið niður um 1/3. Setjið það sem eftir er í pottinum í skál ásamt eggjarauðunum og þeytið í vatnsbaði í 3-4 mín eða þar til rauðurnar hafa tvöfaldast að magni. Hellið þá smjörinu í mjórri bunu í rauðurnar og þeytið vel í á meðan. Smakkið til með worcestershiresósu, kjötkrafti, salti og pipar.
 
Verði ykkur að góðu!
 
 
Frekari upplýsingar: