Dásamlegur eftirréttur (sem þó ekki má borða í of miklu magni ef aka þarf heim).
Dásamlegur eftirréttur (sem þó ekki má borða í of miklu magni ef aka þarf heim).
2 dl | Havana Club romm, 7 ára (eða annað gott romm) |
250 g | Makkarónukökur |
50 g | Suðusúkkulaði, hakkað |
3 stk | Bananar |
3 stk | Perur |
5 dl | Rjómi |
- Myljið makkarónurnar og hellið romminu yfir. Látið blönduna standa í amk. 1 klst.
- Þeytið rjómann og blandið rommblöndunni í.
- Sneiðið bananana og skerið perurnar í bita eða þunnar sneiðar. Hrærið saman við rjómablönduna og bætið megninu af súkkulaðinu út í.
- Stráið smá súkkulaði yfir að lokum.
Verði ykkur að góðu!