Danskar Frikadellur með lauksósu

Sígild uppskrift af dönskum kjötbollum, bornum fram með lauksósu.Fyrir 4 

Sígild uppskrift af dönskum kjötbollum, bornum fram með lauksósu.
Fyrir 4

 

300 g  Svínahakk 
1 tsk  Salt 
1 stk  Egg 
½ stk  Laukur, fínt saxaður 
1 dl Mjólk 

4 msk

Hveiti 

 Pipar

 

  1. Blandið saman kjöti, salti, eggi og lauk.
  2. Bætið síðan mjólkinni smám saman við.
  3. Blandið síðan hveiti við og pipar að smekk.
  4. Formið með matskeið 8 Fríkadellur og steikið á pönnu, upp úr smjöri í u.þ.b. 5 mín. á hvorri hlið.
  5. Berið Fríkadellurnar fram með lauksósu, soðnum kartöflum og góðu grænmeti.
     

Lauksósa

1 stk  Laukur, fínt saxaður 
1 msk Smjör 

1 dl

Vatn

2 stk  Svínakjötkraftur (má vera annar kraftur) 

½ l 

Mjólk 

 Matarlitur

 Salt og pipar

 

  1. Steikið laukinn upp úr smjörinu í u.þ.b. eina mín.
  2. Bætið vatni og krafti við og látið sjóða í 3-4 mín.
  3. Hristið eða hrærið mjólkina og hveitið saman og bætið út í lauksoðið. Látið suðuna koma varlega upp og látið þetta malla í 4-5 mín. Hrærið reglulega.
  4. Bætið matarlitnum í og smakkið til með salt og pipar.
     
Verði ykkur að góðu!


Frekari upplýsingar: