Fyrir 5-7
1 beinlaust lambalæri
3-4 hvítlauksgeirar, skornir í 4 báta hver
2 msk bbq krydd
1 dl bbq sósa
Skerið göt á lærið með hníf með jöfnu millibili og stingið hvítlauknum í götin. Kryddið lærið að innan og utan með bbq kryddinu. Vefjið hreinum blómaskreytingavír þétt utanum lærið. Þræðið lærið á grilltein og látið snúast á milliheitu gasgrillinu í 1 ½ -2 klst. Penslið lærið 2-3 sinnum með bbq sósunni síðustu 10 mínúturnar. Ef þið eruð ekki með grilltein má setja lærið á grillbakka á mitt grillið og kveikja á grillinu sitt hvoru megin við lærið. Snúið lærinu reglulega.
Látið lærið standa í 10-15 mín við stofuhita. Takið vírinn af lærinu og berið það fram með t.d. kryddsmjörinu, grilluðum kartöflum og grænmeti.
Kryddsmjör með sólþurrkuðum tómötum og kapers
300 g smjör við stofuhita
1 bolli sólþurrkaðir tómatar
1 msk kapers
1 msk timjanlauf
1 msk sítrónusafi
Salt og nýmalaður pipar
Allt sett í matvinnsluvél og maukað vel.