Heiðalamb með hunangsgljáðum gulrótum og camembert kartöflugratíni

1 stk Heiðalamb frá Kjarnafæði

Hitið ofninn á 150°c og látið lambalærið í eldfast mót. Hyljið með álpappír og látið lærið inní ofn í 50 mínútur. Takið þá álpappírinn af og hækkið hitann á ofninum ´í 200°c. Eldið í um 20 mínútur til viðbótar eða þar til kjöthitamælirinn sýnir 70°c.

 

 

GLJÁÐAR GULRÆTUR

15 gulrætur

60 g smjör

2 msk hunang

1/2 tsk þurrkað rósmarín

1 tsk hvítlaukskrydd

salt og pipar

Bræðið smjör við lágan hita og blandið hunangi, rósmarín, hvítlaukskryddi og salti og pipar saman við. Afhýðið gulræturnar og látið í ofnfast mót. Hellið gljáanum yfir og bakið í 40 mínútur.

 

 

CAMEMBERT KARTÖFLUGRATÍN

1 kg kartöflur

50 g smjör

1/2 laukur, skorinn í þunnar sneiðar

3 hvítlauksrif, pressuð

300 ml rjómi

250 g camembert, skorinn í bita

fersk timían

Afhýðið kartöflurnar og skerið í sneiðar. Látið í pott með sjóðandi vatni í 10 mínútur. Kælið. Smyrjið form og raðið kartöflunum þar í. Látið camembert ostinn á milli kartaflanna. Penslið kartöflurnar með smjöri. Bræðið smjörið í potti og steikið laukinn við vægan hita í um 5 mínútur. Bætið hvítlauknum saman við og steikið í 1 mínútu. Bætið þá rjóma og timíani saman við. Hellið yfir kartöflurnar og látið í 200°c heitan ofn í 40 mínútur.