Kjúklingavængir með brögðum frá Asíu
Sterkt og hressandi bragð.
Leggið kjúklinginn í kryddlöginn og inn í ísskáp helst yfir nótt . Hellið kryddleginum í
skál, setjið til hliðar. Hitið grillið steikið á heitu grill í 20 mín það þarf að snúa oft því
sætur gljáinn getur brunnið.
Innihald:
- 600g sundurlimaðir kjúklingavængir
- 3 vorlauksstönglar, niðurskornir (til skrauts)
- 1 rauður chili, niðurskorinn
- 2 hvítlauksgeirar, kreistir
- 1 tsk engifer, saxað
- 1 msk matarolía, til steikingar
Kryddlögur:
- vorlaukar, niðurskornir
- 4 msk sojasósa
- 2 msk fiskisósa
- 1 tsk sesamolía
- 1 tsk hunang
- Smávegis af þurrkryddum eins
og anís eða
kóríander
Aðferð:
Leggið kjúklinginn í kryddlöginn og inn í ísskáp helst yfir nótt . Hellið kryddleginum í
skál, setjið til hliðar. Hitið grillið steikið á heitu grill í 20 mín það þarf að snúa oft því
sætur gljáinn getur brunnið
Hellið kryddleginum út í pott sjóðið upp, bætið við hvítlauk og engifer. penslið
vængina með vökvanum í 5-20 mínútur þar til kjötið er orðið mjúkt. Gott að nota
vægari hita á grillinu. Snúið reglulega við.
Berið kjúklingavængina fram á diski og skreytið með vorlauknum sem eftir er.
Verði ykkur að góðu!