Almennt
22.12.2016
Kæru landsmenn
Við viljum nýta tækifærið sem þessar hátíðir gefa okkur og þakka fyrir öll samskiptin og viðskiptin á árinu sem er senn að líða. Vonandi gefst tími nú til að slappa af í faðmi fjölskyldu eða vina og njóta stundanna þó frídagarnir hafi kannski oft verið fleiri í kringum hátíðarnar!
Lesa meira
Almennt
27.10.2016
Íslenska kokkalandsliðið hefur lokið keppni á Ólympíuleikunum í matreiðslu sem fram fóru í Þýskalandi um síðustu helgi og í vikunni sem er að líða. Kokkarnir stóðu sig frábærlega eins og við var að búast enda liðið uppfullt af hæfileikum.
Lesa meira
Almennt
24.10.2016
Íslenska kokkalandsliðið fór vel af stað um helgina á Ólympíuleikunum í matreiðslu sem fram fer í Þýskalandi. Það fékk gull og silfur fyrir kalda borðið sitt en keppt var í gær, sunnudag.
Lesa meira
Almennt
20.10.2016
Kokkalandslið Íslands með nokkra af færustu kokkum landsins er á leið á Ólympíuleikana sem fram fer að þessu sinni í Þýskalandi. Kjarnafæði er afar stoltur samstarfsaðili Kokkalandsliðsins og vonar auðvitað að okkar fólk komi heim með gullverðlaun um hálsinn.
Lesa meira
Almennt
19.10.2016
Hótel Saga kaupir um 80 lömb á viku frá Kjarnafæði en lömbum þessum er slátrað á Sláturhúsi Vopnfirðinga þar sem það er rakið hvaðan lambakjötið kemur auk þess sem það fær að hanga lengur en vaninn er í dag. Hótel Saga rekur þrjá veitingastaði, Grillið, Skrúð og Súlnasal og njóta þeir allir þess að hafa þetta kjöt á boðstólnum.
Lesa meira
Almennt
06.07.2016
Þann 29.06.2016 var hluti af Hangiáleggi frá Kjarnafæði merkt vitlaust og biðjumst við afsökunar á því. Í stað þess að stimpla inn vörunúmerið á hangiálegginu var stimplað inn vörunúmer á sterku pepperoni og innihaldslýsingin á því við þá vöru. Sem betur fer var þetta ekki mikið magn en Kjarnafæði hefur um leið farið í aðgerðir til að koma í veg fyrir að svona lagað gerist aftur.
Lesa meira
Almennt
22.06.2016
Kæri viðskiptavinur,
Við eins og svo margir aðrir íslendingar viljum njóta þess að styðja strákana okkar í Frakklandi þegar þeir spila úrslitaleik í riðlinum gegn Austurríki um það hvort þeir komist áfram í 16 liða úrslit.
Lesa meira